Frétt

18. maí 2017

Sameiningu Samvals og Eignastýringarsjóðs lokið

Sameiningu Samvals og Eignastýringarsjóðs lokið

Í gær voru fjárfestingarsjóðirnir Stefnir – Eignastýringarsjóður og Stefnir – Samval sameinaðir undir nafni þess síðarnefnda.

Við sameininguna tók Samval við öllum eignum og skuldbindingum Eignastýringarsjóðs. Fyrir sameininguna voru tæplega fjögur þúsund hlutdeildarskírteinishafar í Samval og tæplega eitt þúsund í Eignastýringarsjóði. Sameinaður sjóður telur því hátt í fimm þúsund hlutdeildarskírteinishafa og er þar með fjölmennasti sjóður landsins en eignir sjóðsins eru um 8,5 milljarðar.

Ástæður sameiningarinnar eru breyttar áherslur í framboði sjóða Stefnis til einstaklinga. Samval fjárfestir samkvæmt fjárfestingarstefnu sinni í þeim eignaflokkum sem þykja henta best á hverjum tíma, m.a. í ríkisskuldabréfum, hlutabréfum og félögum sem fyrirhugað er að skrá á hlutabréfamarkað.

Til baka

Fleiri fréttir

02.júlí 2024

Stefnir – Arðgreiðslusjóður greiðir arð til sjóðfélaga í fjórða sinn

Stefnir - Arðgreiðslusjóður hs. greiðir í dag út arð til 774 sjóðfélaga sjóðsins og nam arðgreiðsluhlutfall 4,1 kr. á hlut eða 4,8% af heildarstærð sjóðsins...

27.maí 2024

Nýr sjóður Stefnis gefur út 4,2 ma. kr. skuldabréf

Sérhæfði sjóðurinn SEL I hs.,hefur gefið út höfuðstólstryggt skuldabréf (SEL 1 27 12) sem verður skráð á First North í sumar.

15.janúar 2024

100% afsláttur af sjóðum til 5. febrúar

Í tilefni af verkefninu Konur fjárfestum er engin þóknun við kaup á sjóðum Stefnis frá 12. janúar til og með 5. febrúar 2024. Afslátturinn af þóknun gildir við...