Frétt

02. ágúst 2017

Stefnir – Erlend hlutabréf -ISK og -EUR og Stefnir – Scandinavian Fund sameinast

Stefnir – Erlend hlutabréf -ISK og -EUR og Stefnir – Scandinavian Fund sameinast

Verðbréfasjóðirnir Stefnir – Erlend hlutabréf –ISK og –EUR og Stefnir – Scandinavian Fund verða sameinaðir þann 31. ágúst nk. undir nafni síðarnefnda sjóðsins. Við sameininguna tekur Stefnir - Scandinavian Fund við öllum eignum og skuldbindingum sjóðanna sem í kjölfarið verður slitið. Hægt er að eiga viðskipti með Stefni – Erlend hlutabréf –ISK og -EUR til og með 23. ágúst nk.

Með samrunanum er vöruframboð erlendra sjóða einfaldað auk þess sem nokkurt hagræði næst í rekstri sjóðanna. Eftir samruna munu hlutdeildarskírteinishafar njóta krafta stærri sjóðs en áður.

Stefnir – Scandinavian Fund fjárfestir að stærstum hluta í bréfum fyrirtækja sem tilheyra Skandinavíu, og hefur að auki heimild til fjárfestingar í bréfum fyrirtækja í Eystrasaltsríkjunum. Sjóðurinn hentar stofnanafjárfestum, fyrirtækjum og einstaklingum.

Til baka

Fleiri fréttir

09.janúar 2025

Framtakssjóðurinn SÍA IV kaupir meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf.

Samkomulag hefur náðst á milli hluthafa Internets á Íslandi hf. (ISNIC) og SÍA IV slhf., framtakssjóðs í rekstri Stefnis og að meirihluta í eigu lífeyrissjóða...

27.desember 2024

Engin upphafsþóknun af kaupum í sjóðum til og með 10. janúar

Engin upphafsþóknun er við kaup í sjóðum Stefnis frá 27. desember 2024 til og með 10. janúar 2025. Afslátturinn af þóknun gildir við kaup sem eiga sér stað í...

21.nóvember 2024

Stefnir leitar að áhættustjóra

Stefnir leitar að metnaðarfullum og ábyrgum einstaklingi í starf áhættustjóra með reynslu og þekkingu á verðbréfamörkuðum innlendum sem erlendum.