Frétt

02. ágúst 2017

Stefnir – Erlend hlutabréf -ISK og -EUR og Stefnir – Scandinavian Fund sameinast

Stefnir – Erlend hlutabréf -ISK og -EUR og Stefnir – Scandinavian Fund sameinast

Verðbréfasjóðirnir Stefnir – Erlend hlutabréf –ISK og –EUR og Stefnir – Scandinavian Fund verða sameinaðir þann 31. ágúst nk. undir nafni síðarnefnda sjóðsins. Við sameininguna tekur Stefnir - Scandinavian Fund við öllum eignum og skuldbindingum sjóðanna sem í kjölfarið verður slitið. Hægt er að eiga viðskipti með Stefni – Erlend hlutabréf –ISK og -EUR til og með 23. ágúst nk.

Með samrunanum er vöruframboð erlendra sjóða einfaldað auk þess sem nokkurt hagræði næst í rekstri sjóðanna. Eftir samruna munu hlutdeildarskírteinishafar njóta krafta stærri sjóðs en áður.

Stefnir – Scandinavian Fund fjárfestir að stærstum hluta í bréfum fyrirtækja sem tilheyra Skandinavíu, og hefur að auki heimild til fjárfestingar í bréfum fyrirtækja í Eystrasaltsríkjunum. Sjóðurinn hentar stofnanafjárfestum, fyrirtækjum og einstaklingum.

Til baka

Fleiri fréttir

02.júlí 2024

Stefnir – Arðgreiðslusjóður greiðir arð til sjóðfélaga í fjórða sinn

Stefnir - Arðgreiðslusjóður hs. greiðir í dag út arð til 774 sjóðfélaga sjóðsins og nam arðgreiðsluhlutfall 4,1 kr. á hlut eða 4,8% af heildarstærð sjóðsins...

27.maí 2024

Nýr sjóður Stefnis gefur út 4,2 ma. kr. skuldabréf

Sérhæfði sjóðurinn SEL I hs.,hefur gefið út höfuðstólstryggt skuldabréf (SEL 1 27 12) sem verður skráð á First North í sumar.

15.janúar 2024

100% afsláttur af sjóðum til 5. febrúar

Í tilefni af verkefninu Konur fjárfestum er engin þóknun við kaup á sjóðum Stefnis frá 12. janúar til og með 5. febrúar 2024. Afslátturinn af þóknun gildir við...