Frétt

13. september 2017

Stefnir með bestu eignastýringu á Íslandi

Stefnir með bestu eignastýringu á Íslandi

Stefnir hefur verið verðlaunaður af breska fagtímaritinu World Finance Magazine fyrir bestu eignastýringu á Íslandi á sviði skuldabréfa. Í umsögn um verðlaunin kemur fram að þau veiti innsýn inn í starfsemi fjárfestingarfyrirtækja, sem náð hafa miklum árangri í starfi sínu þrátt fyrir áskoranir í síbreytilegu rekstrarumhverfi.

World Finance er alþjóðlegt fagtímarit um fjármál og útnefndir tímaritið árlega fyrirtæki fyrir framúrskarandi árangur. Í nýjasta tölublaði fjármálatímaritsins má finna viðtal við Kristbjörgu M. Kristinsdóttur rekstrarstjóra Stefnis. Þar fer hún yfir hvernig Stefnir, sem leiðandi sjóðastýringarfyrirtæki á Íslandi, hefur tekist á við þær áskoranir í þeim efnahagslega óstöðugleika sem hefur verið síðastliðin ár með nýsköpun og innsæi.

Grein Kristbjargar í World Finance má finna í heild sinni hér.

 

Til baka

Fleiri fréttir

09.janúar 2025

Framtakssjóðurinn SÍA IV kaupir meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf.

Samkomulag hefur náðst á milli hluthafa Internets á Íslandi hf. (ISNIC) og SÍA IV slhf., framtakssjóðs í rekstri Stefnis og að meirihluta í eigu lífeyrissjóða...

27.desember 2024

Engin upphafsþóknun af kaupum í sjóðum til og með 10. janúar

Engin upphafsþóknun er við kaup í sjóðum Stefnis frá 27. desember 2024 til og með 10. janúar 2025. Afslátturinn af þóknun gildir við kaup sem eiga sér stað í...

21.nóvember 2024

Stefnir leitar að áhættustjóra

Stefnir leitar að metnaðarfullum og ábyrgum einstaklingi í starf áhættustjóra með reynslu og þekkingu á verðbréfamörkuðum innlendum sem erlendum.