Frétt

13. september 2017

Stefnir með bestu eignastýringu á Íslandi

Stefnir með bestu eignastýringu á Íslandi

Stefnir hefur verið verðlaunaður af breska fagtímaritinu World Finance Magazine fyrir bestu eignastýringu á Íslandi á sviði skuldabréfa. Í umsögn um verðlaunin kemur fram að þau veiti innsýn inn í starfsemi fjárfestingarfyrirtækja, sem náð hafa miklum árangri í starfi sínu þrátt fyrir áskoranir í síbreytilegu rekstrarumhverfi.

World Finance er alþjóðlegt fagtímarit um fjármál og útnefndir tímaritið árlega fyrirtæki fyrir framúrskarandi árangur. Í nýjasta tölublaði fjármálatímaritsins má finna viðtal við Kristbjörgu M. Kristinsdóttur rekstrarstjóra Stefnis. Þar fer hún yfir hvernig Stefnir, sem leiðandi sjóðastýringarfyrirtæki á Íslandi, hefur tekist á við þær áskoranir í þeim efnahagslega óstöðugleika sem hefur verið síðastliðin ár með nýsköpun og innsæi.

Grein Kristbjargar í World Finance má finna í heild sinni hér.

 

Til baka

Fleiri fréttir

02.júlí 2024

Stefnir – Arðgreiðslusjóður greiðir arð til sjóðfélaga í fjórða sinn

Stefnir - Arðgreiðslusjóður hs. greiðir í dag út arð til 774 sjóðfélaga sjóðsins og nam arðgreiðsluhlutfall 4,1 kr. á hlut eða 4,8% af heildarstærð sjóðsins...

27.maí 2024

Nýr sjóður Stefnis gefur út 4,2 ma. kr. skuldabréf

Sérhæfði sjóðurinn SEL I hs.,hefur gefið út höfuðstólstryggt skuldabréf (SEL 1 27 12) sem verður skráð á First North í sumar.

15.janúar 2024

100% afsláttur af sjóðum til 5. febrúar

Í tilefni af verkefninu Konur fjárfestum er engin þóknun við kaup á sjóðum Stefnis frá 12. janúar til og með 5. febrúar 2024. Afslátturinn af þóknun gildir við...