Frétt

14. febrúar 2018

Sjóðir Stefnis kaupa hlut í Arion banka

Sjóðir Stefnis kaupa hlut í Arion banka

Arion banki og Kaupþing hafa tilkynnt um sölu á 5,34% hlut í bankanum. Fjórir sjóðir í rekstri Stefnis eru meðal kaupenda. Um eftirtalda sjóði er að ræða:

  • Stefnir – ÍS-5
  • Stefnir – ÍS-15
  • Stefnir – Samval
  • Eignaval Hlutabréf

Arion banki er móðurfélag Stefnis sem mögulega getur leitt af sér hagsmunaárekstra. Stefnir hefur innleitt margvíslegar reglur og ráðstafanir sem m.a. er ætlað að taka á hagsmunaárekstrum og tryggja að starfsmenn félagsins líti með hlutlægum hætti á fjárfestingarkosti. Þar á meðal er stefna um hagsmunaárekstra sem birt er á heimasíðu félagsins.

Í samræmi við lög og reglur horfir Stefnir aðeins til hagsmuna hlutdeildarskírteinishafa sinna þegar tekin er ákvörðun um fjárfestingu. Eftir nákvæma skoðun á Arion banka sem fjárfestingarkosti og að höfðu samráði við innri eftirlitsaðila er það mat Stefnis að fjárfestingin þjóni hagsmunum sjóðanna. Samanlögð heildarstærð sjóðanna fjögurra er um 45 ma. kr. og að baki þeirri fjárhæð eru u.þ.b. 7.000 hlutdeildarskírteinishafar. Fjárfesting sjóðanna í Arion banka nemur 1.300 m. kr., eða 0,73% af útgefnu hlutafé.

Allar nánari upplýsingar veitir Flóki Halldórsson, framkvæmdastjóri Stefnis, floki.halldorsson@stefnir.is.


Til baka

Fleiri fréttir

02.júlí 2024

Stefnir – Arðgreiðslusjóður greiðir arð til sjóðfélaga í fjórða sinn

Stefnir - Arðgreiðslusjóður hs. greiðir í dag út arð til 774 sjóðfélaga sjóðsins og nam arðgreiðsluhlutfall 4,1 kr. á hlut eða 4,8% af heildarstærð sjóðsins...

27.maí 2024

Nýr sjóður Stefnis gefur út 4,2 ma. kr. skuldabréf

Sérhæfði sjóðurinn SEL I hs.,hefur gefið út höfuðstólstryggt skuldabréf (SEL 1 27 12) sem verður skráð á First North í sumar.

15.janúar 2024

100% afsláttur af sjóðum til 5. febrúar

Í tilefni af verkefninu Konur fjárfestum er engin þóknun við kaup á sjóðum Stefnis frá 12. janúar til og með 5. febrúar 2024. Afslátturinn af þóknun gildir við...