Frétt

25. apríl 2018

SRL slhf., sjóður í rekstri Stefnis kaupir Landey ehf.

SRL slhf., sjóður í rekstri Stefnis kaupir Landey ehf.

Þann 24. apríl sl. var gengið frá kaupum og afhendingu á Landey ehf. frá Eignarhaldsfélaginu Landey til sjóðs í rekstri Stefnis. Sjóðurinn heitir SRL slhf. og munu þau Sigurður Óli Hákonarson og Þorgerður Arna Einarsdóttir starfsmenn Stefnis stýra sjóðnum. Sjóðurinn er að fullu í eigu Arion banka en stefnt er að því að eignarhald sjóðsins muni dreifast á fleiri aðila á komandi árum.

Stefnir hefur um árabil rekið fasteignasjóði sem hafa sérhæft sig í fjárfestingum á íslenskum fasteignamarkaði. Með kaupunum á Landey eru tækifæri til að nýta þá þekkingu við uppbyggingu og þróun á fasteignasafni Landeyjar.

Landey ehf. var stofnað árið 2009 af Arion banka og hefur verið að fullu í eigu bankans.
Helstu eignir Landeyjar eru lóðir á Blikastaðalandi í Mosfellsbæ, Arnarneshálsi í Garðabæ og við Bygggarða á Seltjarnarnesi.

 

Til baka

Fleiri fréttir

02.júlí 2024

Stefnir – Arðgreiðslusjóður greiðir arð til sjóðfélaga í fjórða sinn

Stefnir - Arðgreiðslusjóður hs. greiðir í dag út arð til 774 sjóðfélaga sjóðsins og nam arðgreiðsluhlutfall 4,1 kr. á hlut eða 4,8% af heildarstærð sjóðsins...

27.maí 2024

Nýr sjóður Stefnis gefur út 4,2 ma. kr. skuldabréf

Sérhæfði sjóðurinn SEL I hs.,hefur gefið út höfuðstólstryggt skuldabréf (SEL 1 27 12) sem verður skráð á First North í sumar.

15.janúar 2024

100% afsláttur af sjóðum til 5. febrúar

Í tilefni af verkefninu Konur fjárfestum er engin þóknun við kaup á sjóðum Stefnis frá 12. janúar til og með 5. febrúar 2024. Afslátturinn af þóknun gildir við...