Frétt

15. júní 2018

Sjóðir Stefnis eru meðal fjárfesta í Arion banka hf.

Sjóðir Stefnis eru meðal fjárfesta í Arion banka hf.

Frumútboði hlutabréfa Arion banka er lokið og hafa hlutabréf bankans verið tekin til viðskipta í kauphöll. Nokkrir sjóðir í rekstri Stefnis fjárfestu í bankanum í hlutafjárútboðinu. Um eftirtalda sjóði er að ræða:

  • Stefnir – ÍS-5
  • Stefnir – ÍS-15
  • Stefnir – Samval
  • Eignaval – Hlutabréf
  • Eignaval B
  • Eignaval C

Arion banki er móðurfélag Stefnis sem mögulega getur leitt af sér hagsmunaárekstra. Stefnir hefur innleitt margvíslegar reglur og ráðstafanir sem m.a. er ætlað að taka á hagsmunaárekstrum og tryggja að starfsmenn félagsins líti með hlutlægum hætti á fjárfestingarkosti. Þar á meðal er stefna um hagsmunaárekstra sem birt er á heimasíðu félagsins.

Í samræmi við lög og reglur horfir Stefnir aðeins til hagsmuna hlutdeildarskírteinishafa sinna þegar ákvörðun um fjárfestingu er tekin. Það er mat Stefnis að fjárfesting í Arion banka þjóni hagsmunum sjóðanna. Ekki verða gefnar út frekari almennar tilkynningar vegna kaupa eða sölu sjóða í rekstri Stefnis með hluti í Arion banka hf.

Allar nánari upplýsingar veitir Flóki Halldórsson, framkvæmdastjóri Stefnis, floki.halldorsson@stefnir.is

Til baka

Fleiri fréttir

02.júlí 2024

Stefnir – Arðgreiðslusjóður greiðir arð til sjóðfélaga í fjórða sinn

Stefnir - Arðgreiðslusjóður hs. greiðir í dag út arð til 774 sjóðfélaga sjóðsins og nam arðgreiðsluhlutfall 4,1 kr. á hlut eða 4,8% af heildarstærð sjóðsins...

27.maí 2024

Nýr sjóður Stefnis gefur út 4,2 ma. kr. skuldabréf

Sérhæfði sjóðurinn SEL I hs.,hefur gefið út höfuðstólstryggt skuldabréf (SEL 1 27 12) sem verður skráð á First North í sumar.

15.janúar 2024

100% afsláttur af sjóðum til 5. febrúar

Í tilefni af verkefninu Konur fjárfestum er engin þóknun við kaup á sjóðum Stefnis frá 12. janúar til og með 5. febrúar 2024. Afslátturinn af þóknun gildir við...