Frétt

25. október 2019

Stefnir er framúrskarandi fyrirtæki 2019

Stefnir er framúrskarandi fyrirtæki 2019

Stefnir var valið eitt af framúrskarandi fyrirtækjum á Íslandi samkvæmt greiningu Creditinfo. Stefnir hefur hlotið þessa viðurkenningu frá árinu 2012 og er þetta áttunda árið í röð.

Til þess að teljast framúrskarandi þurfa fyrirtæki að uppfylla eftirfarandi skilyrði:

  • Fyrirtækið er í lánshæfisflokki 1, 2 eða 3
  • Jákvæð ársniðurstaða síðustu þrjú ár
  • Eiginfjárhlutfall a.m.k. 20% síðustu þrjú ár
  • Framkvæmdastjóri er skráður í fyrirtækjaskrá RSK
  • Fyrirtækið er virkt skv. skilgreiningu Creditinfo
  • Ársreikningi var skilað til RSK síðustu þrjú ár
  • Ársreikningi fyrir síðasta ár skilað á réttum tíma skv. lögum
  • Rekstrarhagnaður (EBIT) jákvæður síðustu þrjú ár
  • Rekstrartekjur voru a.m.k. 50 milljónir króna síðustu tvö ár
  • Eignir voru a.m.k. 100 milljónir síðustu tvö ár og a.m.k. 90 milljónir árið þar áður

Í viðtali við Jökul H. Úlfsson, framkvæmdastjóra Stefnis sem var birt í Viðskiptablaði Morgunblaðsins segir Jökull: ,,Heilbrigð fyrirtækjamenning og traustir innviðir eru lykilatriði í starfsemi sjóðastýringarfyrirtækja. Orðspor Stefnis og traust til félagsins hefur áunnist yfir langan tíma og því þarf stöðugt að viðhalda með þjálfun og fræðslu“.

Hér er hægt að lesa viðtalið.

Til baka

Fleiri fréttir

02.júlí 2024

Stefnir – Arðgreiðslusjóður greiðir arð til sjóðfélaga í fjórða sinn

Stefnir - Arðgreiðslusjóður hs. greiðir í dag út arð til 774 sjóðfélaga sjóðsins og nam arðgreiðsluhlutfall 4,1 kr. á hlut eða 4,8% af heildarstærð sjóðsins...

27.maí 2024

Nýr sjóður Stefnis gefur út 4,2 ma. kr. skuldabréf

Sérhæfði sjóðurinn SEL I hs.,hefur gefið út höfuðstólstryggt skuldabréf (SEL 1 27 12) sem verður skráð á First North í sumar.

15.janúar 2024

100% afsláttur af sjóðum til 5. febrúar

Í tilefni af verkefninu Konur fjárfestum er engin þóknun við kaup á sjóðum Stefnis frá 12. janúar til og með 5. febrúar 2024. Afslátturinn af þóknun gildir við...