Frétt

12. febrúar 2020

Stefnir og Kolviður gera samning um kolefnisjöfnun

Stefnir og Kolviður gera samning um kolefnisjöfnun

Stefnir vill sýna samfélagslega ábyrgð í verki og höfum við nú stigið það skref að kolefnisjafna rekstur Stefnis.

Í dag gengum við til samnings við Kolvið um bindingu þeirrar kolefnislosunar sem hlýst af losun í starfsemi félagsins m.a. vegna bílferða starfsmanna í og úr vinnu auk flugsamgangna. Kolviður mun binda kolefni í gróðri og jarðvegi með landgræðslu og skógrækt á móti þeirri kolefnislosun sem á sér stað því tengdu. Samstarfið felur í sér að Kolviður mun gróðursetja um 500 tré á árinu.

Við viljum hvetja viðskiptavini okkar, samstarfsaðila og fyrirtækin í landinu til að gera slíkt hið sama.

 

Til baka

Fleiri fréttir

02.júlí 2024

Stefnir – Arðgreiðslusjóður greiðir arð til sjóðfélaga í fjórða sinn

Stefnir - Arðgreiðslusjóður hs. greiðir í dag út arð til 774 sjóðfélaga sjóðsins og nam arðgreiðsluhlutfall 4,1 kr. á hlut eða 4,8% af heildarstærð sjóðsins...

27.maí 2024

Nýr sjóður Stefnis gefur út 4,2 ma. kr. skuldabréf

Sérhæfði sjóðurinn SEL I hs.,hefur gefið út höfuðstólstryggt skuldabréf (SEL 1 27 12) sem verður skráð á First North í sumar.

15.janúar 2024

100% afsláttur af sjóðum til 5. febrúar

Í tilefni af verkefninu Konur fjárfestum er engin þóknun við kaup á sjóðum Stefnis frá 12. janúar til og með 5. febrúar 2024. Afslátturinn af þóknun gildir við...