Frétt

27. mars 2020

Ný stjórn kosin á aðalfundi Stefnis

Ný stjórn kosin á aðalfundi Stefnis

Á aðalfundi Stefnis þann 27. mars 2020 voru gerðar breytingará samþykktum Stefnis hf. sem fela í sér að stjórn félagsins er nú skipuð þremur einstaklingum í stað fimm auk lögákveðins fjölda varamanna.

Á þessum tímamótum hafa Flóki Halldórsson, Kristján Jóhannsson, Ragnhildur Sóphusdóttir og Þórður Sverrisson gengið úr stjórn Stefnis. Í þeirra stað koma ný inn í stjórnina þau Guðfinna Helgadóttir sérfræðingur í viðskiptaþróun hjá Arion banka og Jón Óttar Birgisson framkvæmdastjóri. Guðfinna og Jón Óttar hafa bæði fjölbreytta reynslu af fjármálamarkaði og eignastýringartengdri starfsemi.

Stjórn skipti með sér verkum á fyrsta stjórnarfundi nýkosinnar stjórnar og Sigrún Ragna Ólafsdóttir mun áfram gegna stjórnarformennsku. 

 

Til baka

Fleiri fréttir

02.júlí 2024

Stefnir – Arðgreiðslusjóður greiðir arð til sjóðfélaga í fjórða sinn

Stefnir - Arðgreiðslusjóður hs. greiðir í dag út arð til 774 sjóðfélaga sjóðsins og nam arðgreiðsluhlutfall 4,1 kr. á hlut eða 4,8% af heildarstærð sjóðsins...

27.maí 2024

Nýr sjóður Stefnis gefur út 4,2 ma. kr. skuldabréf

Sérhæfði sjóðurinn SEL I hs.,hefur gefið út höfuðstólstryggt skuldabréf (SEL 1 27 12) sem verður skráð á First North í sumar.

15.janúar 2024

100% afsláttur af sjóðum til 5. febrúar

Í tilefni af verkefninu Konur fjárfestum er engin þóknun við kaup á sjóðum Stefnis frá 12. janúar til og með 5. febrúar 2024. Afslátturinn af þóknun gildir við...