Frétt

19. júní 2020

Jökull H. Úlfsson framkvæmdastjóri Stefnis lætur af störfum

Jökull H. Úlfsson framkvæmdastjóri Stefnis lætur af störfum

Jökull H. Úlfsson, framkvæmdastjóri Stefnis, hefur óskað eftir að láta af störfum og hefur komist að samkomulagi við félagið um starfslok. Kristbjörg M. Kristinsdóttir, staðgengill framkvæmdastjóra Stefnis, mun taka tímabundið við starfi framkvæmdastjóra eða þar til stjórn hefur ráðið í stöðuna. Jökull mun ljúka tilteknum verkefnum fyrir Stefni og vera stjórn og settum framkvæmdastjóra til ráðgjafar.

Sigrún Ragna Ólafsdóttir, stjórnarformaður Stefnis:

„Fyrir hönd stjórnar og starfsfólks Stefnis vil ég þakka Jökli fyrir samstarfið sem hefur verið ánægjulegt og árangursríkt eins og starfsemi Stefnis á árinu 2019 ber vitni. Stjórn óskar Jökli alls hins besta í framtíðinni.“

Til baka

Fleiri fréttir

02.júlí 2024

Stefnir – Arðgreiðslusjóður greiðir arð til sjóðfélaga í fjórða sinn

Stefnir - Arðgreiðslusjóður hs. greiðir í dag út arð til 774 sjóðfélaga sjóðsins og nam arðgreiðsluhlutfall 4,1 kr. á hlut eða 4,8% af heildarstærð sjóðsins...

27.maí 2024

Nýr sjóður Stefnis gefur út 4,2 ma. kr. skuldabréf

Sérhæfði sjóðurinn SEL I hs.,hefur gefið út höfuðstólstryggt skuldabréf (SEL 1 27 12) sem verður skráð á First North í sumar.

15.janúar 2024

100% afsláttur af sjóðum til 5. febrúar

Í tilefni af verkefninu Konur fjárfestum er engin þóknun við kaup á sjóðum Stefnis frá 12. janúar til og með 5. febrúar 2024. Afslátturinn af þóknun gildir við...