Frétt

23. nóvember 2020

Stefnir er aðili að viljayfirlýsingu um fjárfestingar í þágu sjálfbærrar uppbyggingar

Stefnir er aðili að viljayfirlýsingu um fjárfestingar í þágu sjálfbærrar uppbyggingar

Stefnir hefur á síðustu árum stigið mikilvæg skref í því að vera leiðandi í ábyrgum fjárfestingum. Við erum aðilar að meginreglum Sameinuðu þjóðanna um ábyrgar fjárfestingar (UN PRI) og stofnaðili Iceland SIF, vettvangs til að efla þekkingu og auka umræður um ábyrgar fjárfestingar.

Það er mikilvægt að þeim skuldbindingum sem við höfum tekist á hendur sé fylgt eftir með markvissum hætti. Í september undirritaði Jóhann Möller framkvæmdastjóri Stefnis viljayfirlýsingu ásamt Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra og fjölmörgum aðilum sem fara fyrir eignum á íslenskum fjármálamarkaði.

Fjármagn er mikilvægt hreyfiafl í mótun atvinnulífs og atvinnusköpunar í þeirri uppbyggingu sem framundan er. Ákvarðanir sem teknar eru í dag munu hafa mikil áhrif á framþróun næstu ára og því mikilvægt að þær séu teknar með sjálfbærni að leiðarljósi. Með því að nýta fjármagn með markvissum aðgerðum er hægt að viðhalda sjálfbærri þróun og á sama tíma að efla samkeppnishæfni þjóða og framtíð komandi kynslóða.

Stefnir hefur innleitt stefnu um ábyrgar fjárfestingar í starfsemi sinni og er hana að finna hér.

Viljayfirlýsinguna í heild sinni má finna hér.


Til baka

Fleiri fréttir

02.júlí 2024

Stefnir – Arðgreiðslusjóður greiðir arð til sjóðfélaga í fjórða sinn

Stefnir - Arðgreiðslusjóður hs. greiðir í dag út arð til 774 sjóðfélaga sjóðsins og nam arðgreiðsluhlutfall 4,1 kr. á hlut eða 4,8% af heildarstærð sjóðsins...

27.maí 2024

Nýr sjóður Stefnis gefur út 4,2 ma. kr. skuldabréf

Sérhæfði sjóðurinn SEL I hs.,hefur gefið út höfuðstólstryggt skuldabréf (SEL 1 27 12) sem verður skráð á First North í sumar.

15.janúar 2024

100% afsláttur af sjóðum til 5. febrúar

Í tilefni af verkefninu Konur fjárfestum er engin þóknun við kaup á sjóðum Stefnis frá 12. janúar til og með 5. febrúar 2024. Afslátturinn af þóknun gildir við...