Frétt

27. nóvember 2020

Stefnir – Vaxtasjóður, nýr sjóður hjá Stefni sem fjárfestir í dreifðu safni skuldabréfa

Stefnir – Vaxtasjóður, nýr sjóður hjá Stefni sem fjárfestir í dreifðu safni skuldabréfa

Stefnir hefur stofnað nýjan fjárfestingarsjóð, Stefni – Vaxtasjóð. Sjóðurinn fjárfestir í dreifðu safni innlendra og erlendra skuldabréfa útgefnum af fyrirtækjum, fjármálastofnunum, opinberum aðilum og fleirum. Sjóðurinn nýtir sömuleiðis þau tækifæri sem gefast til kaupa í grænum og sjálfbærum skuldabréfum fyrirtækja sem standa til boða.

„Við sjáum mikil tækifæri í fyrirtækjaútgáfum, bæði skuldabréfum og víxlum, það er markmið okkar að styðja við þessa þróun eins og okkur er kostur. Við viljum bjóða okkar viðskiptavinum fjölbreytt sjóðaúrval og margir leita nú í sjóði sem gefa hærri ávöxtun en gengur og gerist á innlánsreikningum og styttri sjóðum. Stefnir – Vaxtasjóður gæti því hentað þeim sem vilja leita í ávöxtun tryggra útgefenda til lengri tíma sem þó getur sveiflast nokkuð í takt við breytingar á markaði“ segir Sævar Ingi Haraldsson sjóðstjóri Stefnis – Vaxtasjóðs.

Sjóðurinn hentar einstaklingum, lögaðilum og fagfjárfestum. Allar upplýsingar um sjóðinn má finna á heimasíðu Stefnis s.s. lykilupplýsingar og útboðslýsingu. Viðskipti með sjóðinn fram í netbanka Arion banka þar sem veittur er 25% afsláttur af upphafsþóknun.

 

Til baka

Fleiri fréttir

02.júlí 2024

Stefnir – Arðgreiðslusjóður greiðir arð til sjóðfélaga í fjórða sinn

Stefnir - Arðgreiðslusjóður hs. greiðir í dag út arð til 774 sjóðfélaga sjóðsins og nam arðgreiðsluhlutfall 4,1 kr. á hlut eða 4,8% af heildarstærð sjóðsins...

27.maí 2024

Nýr sjóður Stefnis gefur út 4,2 ma. kr. skuldabréf

Sérhæfði sjóðurinn SEL I hs.,hefur gefið út höfuðstólstryggt skuldabréf (SEL 1 27 12) sem verður skráð á First North í sumar.

15.janúar 2024

100% afsláttur af sjóðum til 5. febrúar

Í tilefni af verkefninu Konur fjárfestum er engin þóknun við kaup á sjóðum Stefnis frá 12. janúar til og með 5. febrúar 2024. Afslátturinn af þóknun gildir við...