Frétt

04. desember 2020

Nýir starfsmenn hjá Stefni hf.

Nýir starfsmenn hjá Stefni hf.

Nýlega hafa fjórir nýir starfsmenn gengið til liðs við Stefni. Þessi reynslumikli hópur mun styrkja Stefni í áframhaldandi sókn sem leiðandi sjóðstýringarfyrirtæki á Íslandi.

Theodór Sölvi Blöndal er sérfræðingur í erlenda hlutabréfateymi Stefnis. Theodór er 27 ára gamall, með mastersgráðu í fjármálaverkfræði og áhættustýringu frá Imperial College í London auk þess hefur hann lokið við öll stig CFA. Theodór hefur starfað á fjármálamörkuðum undanfarin ár m.a. hjá Íslenskum Verðbréfum.

Vigdís Hauksdóttir er sérfræðingur í rekstrarteymi Stefnis og mun hún sinna því starfi meðfram meistaranámi í Verkefnastjórnun við Háskóla Íslands. Vigdís er 39 ára gömul og er með BSc í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík. Vigdís hefur starfað á fjármálamarkaði í á annan tug ára og viðað sér fjölbreyttri reynslu.

Þorsteinn Andri Haraldsson hóf nýlega störf sem sérfræðingur í innlenda hlutabréfateymi Stefnis. Þorsteinn er 30 ára gamall og er með BSc í hagfræði frá Háskóla Íslands og MSc í hagfræði frá University of Groningen í Hollandi. Hann hefur jafnframt lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. Þorsteinn hefur viðamikla reynslu af greiningarvinnu á innlendum fjármálamarkaði þar sem hann hefur starfað frá árinu 2014.

Eiríkur Ársælsson er sérfræðingur í teymi sérhæfðra fjárfestinga sem rekur m.a. framtakssjóðina SÍA. Eiríkur er 27 ára með BSc í Fjármálaverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík, auk þess hefur hann lokið prófi í verðbréfaviðskiptum og réttindum frá Chartered Institute for Securities & Investment (CISI) í Bretlandi. Eiríkur kemur til Stefnis frá Nomura fjárfestingarbankanum í London.

Frá vinstri, Theódór Sölvi Blöndal, Vigdís Hauksdóttir, Þorsteinn Andri Haraldsson og Eiríkur Ársælsson.

 

Til baka

Fleiri fréttir

02.júlí 2024

Stefnir – Arðgreiðslusjóður greiðir arð til sjóðfélaga í fjórða sinn

Stefnir - Arðgreiðslusjóður hs. greiðir í dag út arð til 774 sjóðfélaga sjóðsins og nam arðgreiðsluhlutfall 4,1 kr. á hlut eða 4,8% af heildarstærð sjóðsins...

27.maí 2024

Nýr sjóður Stefnis gefur út 4,2 ma. kr. skuldabréf

Sérhæfði sjóðurinn SEL I hs.,hefur gefið út höfuðstólstryggt skuldabréf (SEL 1 27 12) sem verður skráð á First North í sumar.

15.janúar 2024

100% afsláttur af sjóðum til 5. febrúar

Í tilefni af verkefninu Konur fjárfestum er engin þóknun við kaup á sjóðum Stefnis frá 12. janúar til og með 5. febrúar 2024. Afslátturinn af þóknun gildir við...