Frétt

14. maí 2021

Stefnir og Golfsamband Íslands í samstarf

Stefnir og Golfsamband Íslands í samstarf

Stefnir og Golfsamband Íslands skrifuðu undir samstarfssamning til þriggja ára á dögunum, en Stefnir er þar með fimmta fyrirtækið í GSÍ fjölskyldunni. Fulltrúar Stefnis og GSÍ hittust á Nesvelli þar sem undirritun samnings fór fram.

Það er mjög ánægjulegt vera orðin hluti af GSÍ fjölskyldunni. Golfíþróttin er í mikilli sókn hér á landi sem fjölskylduíþrótt og við erum stolt af því að fá að taka þátt í áframhaldandi uppbyggingu með áherslu á útivist, heilbrigði og umhverfismál,“ sagði Jóhann Möller framkvæmdastjóri Stefnis.

Brynjar Geirsson framkvæmdastjóri GSÍ tók í sama streng: „Við hjá Golfsambandi Íslands hlökkum til að eiga í góðu samstarfi við Stefni til framtíðar og fögnum því að fyrirtækið taki þátt í að styrkja og styðja við golfhreyfinguna.

 

Frá vinstri: Brynjar Eldon Geirsson, framkvæmdastjóri GSÍ, Kristín María Þorsteinsdóttir, móta- og kynningarstjóri GSÍ, Jóhann G. Möller, framkvæmdastjóri Stefnis, Kristbjörg M. Kristinsdóttir, fjármálastjóri Stefnis. Mynd/seth@golf.is.

 

Til baka

Fleiri fréttir

30.janúar 2025

Haukur Guðnason ráðinn nýr áhættustjóri hjá Stefni hf.

Haukur Guðnason hefur verið ráðinn nýr áhættustjóri hjá Stefni. Haukur býr yfir fjölþættri reynslu á sviði áhættustýringar og fjármála sem mun styðja við...

09.janúar 2025

Framtakssjóðurinn SÍA IV kaupir meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf.

Samkomulag hefur náðst á milli hluthafa Internets á Íslandi hf. (ISNIC) og SÍA IV slhf., framtakssjóðs í rekstri Stefnis og að meirihluta í eigu lífeyrissjóða...

27.desember 2024

Engin upphafsþóknun af kaupum í sjóðum til og með 10. janúar

Engin upphafsþóknun er við kaup í sjóðum Stefnis frá 27. desember 2024 til og með 10. janúar 2025. Afslátturinn af þóknun gildir við kaup sem eiga sér stað í...