Frétt

24. júní 2021

Stefnir – ÍS 15 verður Stefnir – Innlend hlutabréf hs.

Stefnir – ÍS 15 verður Stefnir – Innlend hlutabréf hs.

Innlendi hlutabréfasjóðurinn Stefnir – ÍS 15 hefur fengið nýtt nafn Stefnir – Innlend hlutabréf hs. Er þetta gert til að heiti sjóðsins sé meira lýsandi fyrir sjóðinn sem fjárfestir einkum í hlutabréfum íslenskra hlutafélaga og félaga með starfsemi á Íslandi, sem skráð eru á Nasdaq á Íslandi, First North eða öðrum verðbréfamörkuðum. Stefnir – ÍS 15 dró nafn sitt af fjölda félaga sem myndaði úrvalsvísitölu Kauphallar Íslands þegar sjóðurinn var stofnaður fyrir um 23 árum. 

Stefnir – Innlend hlutabréf hs. er stærsti innlendi hlutabréfasjóður landsins og nema eignir þeirra tæplega 2.000 eigenda sjóðsins rúmlega 27 milljörðum króna. Sjóðurinn hefur um langt skeið stutt við innlendan hlutabréfamarkað bæði sem fjárfestir en ekki síður sem hreyfiafl fjármagns til jákvæðra breytinga og má þar nefna virka þátttöku á hluthafafundum.

Allir hlutdeildarskírteinishafar sjóðsins hafa fengið bréf þess efnis að nafni hafi verið breytt auk þess að reglum sjóðsins hefur verið breytt til að endurspegla innleiðingu laga 45/2020 um rekstraraðila sérhæfðra sjóða. Fjárfestingarsjóðir Stefnis hafa einnig fengið endinguna hs. sem stendur fyrir hlutdeildarsjóður sem er tilkomin með fyrrnefndri lagabreytingu.


Til baka

Fleiri fréttir

30.janúar 2025

Haukur Guðnason ráðinn nýr áhættustjóri hjá Stefni hf.

Haukur Guðnason hefur verið ráðinn nýr áhættustjóri hjá Stefni. Haukur býr yfir fjölþættri reynslu á sviði áhættustýringar og fjármála sem mun styðja við...

09.janúar 2025

Framtakssjóðurinn SÍA IV kaupir meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf.

Samkomulag hefur náðst á milli hluthafa Internets á Íslandi hf. (ISNIC) og SÍA IV slhf., framtakssjóðs í rekstri Stefnis og að meirihluta í eigu lífeyrissjóða...

27.desember 2024

Engin upphafsþóknun af kaupum í sjóðum til og með 10. janúar

Engin upphafsþóknun er við kaup í sjóðum Stefnis frá 27. desember 2024 til og með 10. janúar 2025. Afslátturinn af þóknun gildir við kaup sem eiga sér stað í...