Frétt
Til hamingju Stefnir – Samval hs.
Sjóðir Stefnis eiga margir hverjir langa og farsæla ávöxtunarsögu. Einn þeirra er Stefnir – Samval hs. sem fagnar nú 25 ára samfelldri rekstrarsögu. Stefnir – Samval hs. er einn af elstu og fjölmennustu sjóðum landsins.
Sjóðurinn hefur víðar fjárfestingarheimildir og veitir það tækifæri til þess að færa eignir á milli þeirra eignaflokka sem vænlegastir þykja hverju sinni.
Það er ánægjulegt hversu margir einstaklingar eru sjóðfélagar í sjóðnum og eru þeir nú um 4500 talsins. Margir þeirra hafa um árabil verið skráðir í reglulegan sparnað í sjóðnum.
Á sama tíma og við óskum sjóðsfélögum í Stefni-Samvali til hamingju með 25 ára afmælið bendum við á að það er aldrei of seint að hefja sparnað í sjóðum Stefnis.
Hægt er að eiga viðskipti með sjóði Stefnis og skrá sig í reglubundinn sparnað með nokkrum smellum í Arion appinu.
Fleiri fréttir
30.janúar 2025
Haukur Guðnason ráðinn nýr áhættustjóri hjá Stefni hf.
Haukur Guðnason hefur verið ráðinn nýr áhættustjóri hjá Stefni. Haukur býr yfir fjölþættri reynslu á sviði áhættustýringar og fjármála sem mun styðja við...
09.janúar 2025
Framtakssjóðurinn SÍA IV kaupir meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf.
Samkomulag hefur náðst á milli hluthafa Internets á Íslandi hf. (ISNIC) og SÍA IV slhf., framtakssjóðs í rekstri Stefnis og að meirihluta í eigu lífeyrissjóða...
27.desember 2024
Engin upphafsþóknun af kaupum í sjóðum til og með 10. janúar
Engin upphafsþóknun er við kaup í sjóðum Stefnis frá 27. desember 2024 til og með 10. janúar 2025. Afslátturinn af þóknun gildir við kaup sem eiga sér stað í...