Frétt
Jón Finnbogason ráðinn framkvæmdastjóri Stefnis
Jón Finnbogason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Stefnis hf. og mun taka við starfinu 1. maí. Jón hefur starfað á fjármálamarkaði við margvísleg stjórnunar- og sérfræðistörf í 23 ár. Hann starfaði hjá Stefni á tímabilinu 2003 til 2008 og aftur 2013 til 2017 þegar hann veitti skuldabréfateymi félagsins forstöðu og var staðgengill framkvæmdastjóra. Síðan 2017 hefur Jón starfað sem útlánastjóri Arion banka og frá árinu 2019 hefur hann verið forstöðumaður fyrirtækja innan fyrirtækja- og fjárfestingarbankasviðs bankans.
Jón Finnbogason
„Það er mikið tilhlökkunarefni að ganga aftur til liðs við Stefni og þann öfluga hóp starfsfólks sem þar starfar. Félagið hefur um árabil verið í forystu á sjóðastýringarsviði og er í kjörstöðu til að nýta þau tækifæri sem eru til staðar til frekari vaxtar.“
Sigrún Ragna Ólafsdóttir, stjórnarformaður Stefnis
„Ég býð Jón velkominn til Stefnis. Hann býr yfir afar mikilli reynslu af fjármálamarkaði og þekkir Stefni vel og fyrir hvað félagið stendur. Framundan eru spennandi tímar á þessum vettvangi sem kalla á fagmennsku, þekkingu og frumkvæði.“
Jón Finnbogason
Fleiri fréttir
30.janúar 2025
Haukur Guðnason ráðinn nýr áhættustjóri hjá Stefni hf.
Haukur Guðnason hefur verið ráðinn nýr áhættustjóri hjá Stefni. Haukur býr yfir fjölþættri reynslu á sviði áhættustýringar og fjármála sem mun styðja við...
09.janúar 2025
Framtakssjóðurinn SÍA IV kaupir meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf.
Samkomulag hefur náðst á milli hluthafa Internets á Íslandi hf. (ISNIC) og SÍA IV slhf., framtakssjóðs í rekstri Stefnis og að meirihluta í eigu lífeyrissjóða...
27.desember 2024
Engin upphafsþóknun af kaupum í sjóðum til og með 10. janúar
Engin upphafsþóknun er við kaup í sjóðum Stefnis frá 27. desember 2024 til og með 10. janúar 2025. Afslátturinn af þóknun gildir við kaup sem eiga sér stað í...