Frétt
Stefnir er framúrskarandi fyrirtæki 2022
Stefnir var valið eitt af framúrskarandi fyrirtækjum á Íslandi samkvæmt greiningu Creditinfo. Stefnir hefur hlotið þessa viðurkenningu frá árinu 2012 og er þetta ellefta árið í röð.
Til þess að teljast framúrskarandi þurfa fyrirtæki að uppfylla eftirfarandi skilyrði:
- Fyrirtækið er í lánshæfisflokki 1-3
- Ársreikningi skal skilað á réttum tíma lögum samkvæmt
- Hefur skilað ársreikningi til RSK síðustu þrjú ár
- Fyrirtækið er virkt samkvæmt skilgreiningu Creditinfo
- Rekstrartekjur að lágmarki 50 milljónir króna síðustu þrjú ár
- Fyrirtæki með rekstrartekjur yfir 10 milljarða þurfa að fylla út spurningalista um sjálfbærni
- Framkvæmdarstjóri skráður í fyrirtækjaskrá RSK
- Rekstrarhagnaður (EBIT) jákvæður síðustu þrjú ár
- Ársniðurstaða jákvæð síðustu þrjú ár
- Eiginfjárhlutfall a.m.k. 20% síðustu þrjú ár
- Eignir að minnsta kosti 100 milljónir króna síðustu þrjú ár
Jón Finnbogason, framkvæmdastjóri Stefnis, var í viðtali við Viðskiptarit Morgunblaðsins á dögunum í tilefni þess að blaðið gaf út listann Framúrskarandi fyrirtæki 2022.
Í viðtalinu segir Jón að það skipti höfuðmáli að hlusta á fólk og vera með rétt teymi.
„Það er ekki tilviljun að við fæðumst með tvö eyru og einn munn. Við verðum að hlusta á fólk og í því felst að viðurkenna að stjórnendur hafa ekki það hlutverk að gefa einhliða skipanir um það hvernig hlutirnir eigi að vera. Það er teymið sem skiptir öllu máli og við höfum áttað okkur á því hjá Stefni fyrir löngu. Með samtalinu og að kalla eftir ólíkum sjónarmiðum finnum við bestu lausnirnar á viðfangsefnunum á hverjum tíma.“
Hér er hægt að lesa viðtalið í heild sinni.
Fleiri fréttir
09.janúar 2025
Framtakssjóðurinn SÍA IV kaupir meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf.
Samkomulag hefur náðst á milli hluthafa Internets á Íslandi hf. (ISNIC) og SÍA IV slhf., framtakssjóðs í rekstri Stefnis og að meirihluta í eigu lífeyrissjóða...
27.desember 2024
Engin upphafsþóknun af kaupum í sjóðum til og með 10. janúar
Engin upphafsþóknun er við kaup í sjóðum Stefnis frá 27. desember 2024 til og með 10. janúar 2025. Afslátturinn af þóknun gildir við kaup sem eiga sér stað í...
21.nóvember 2024
Stefnir leitar að áhættustjóra
Stefnir leitar að metnaðarfullum og ábyrgum einstaklingi í starf áhættustjóra með reynslu og þekkingu á verðbréfamörkuðum innlendum sem erlendum.