Frétt

14. desember 2022

Stefnir slítur SÍA I eftir sölu á hlut í Jarðborunum

Stefnir slítur SÍA I eftir sölu á hlut í Jarðborunum

Stefnir sleit í dag sjóðnum SÍA I sem hefur skilað hlutdeildarskírteinishöfum sínum rúmlega 17% ávöxtun á ári frá stofnun. Sjóðurinn var stofnaður árið 2011 og lauk fjárfestingartímabili sínu árið 2013. Á meðal fjárfestinga sjóðsins voru öflug rekstrarfélög eins og Hagar og Sjóvá en einnig Sjóklæðagerðin 66°N og Jarðboranir. Hagar og Sjóvá voru skráð í Kauphöllina þar sem þau hafa dafnað vel en aðrar fjárfestingar voru seldar til annarra fjárfesta.

„Það er ánægjulegt að greiða síðustu greiðslu til hlutdeildarskírteinishafa í dag úr sjóðnum SÍA I en með því lokum við okkar fyrsta kafla í sögu framtaksfjárfestinga hjá Stefni. Við hjá Stefni viljum þakka öllum þeim sem hafa komið að starfi sjóðsins, bæði starfsmönnum og stjórnendum þeirra félaga sem við höfum fjárfest í, okkar meðfjárfestum og hluthöfum fyrir þeirra framlag til þessarar farsælu vegferðar,“ segir Jón Finnbogason, framkvæmdastjóri Stefnis.

Framtakssjóðurinn SÍA I var brautryðjandi á tíma þar sem íslenskt efnahagslíf var að ná vopnum sínum á ný. Alls eru athafnasjóðir sem Stefnir hefur stofnað og rekið á tímabilinu fjórir talsins og hafa þeir samtals fjárfest í íslensku atvinnulífi fyrir 28 milljarða króna.

 

Til baka

Fleiri fréttir

09.janúar 2025

Framtakssjóðurinn SÍA IV kaupir meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf.

Samkomulag hefur náðst á milli hluthafa Internets á Íslandi hf. (ISNIC) og SÍA IV slhf., framtakssjóðs í rekstri Stefnis og að meirihluta í eigu lífeyrissjóða...

27.desember 2024

Engin upphafsþóknun af kaupum í sjóðum til og með 10. janúar

Engin upphafsþóknun er við kaup í sjóðum Stefnis frá 27. desember 2024 til og með 10. janúar 2025. Afslátturinn af þóknun gildir við kaup sem eiga sér stað í...

21.nóvember 2024

Stefnir leitar að áhættustjóra

Stefnir leitar að metnaðarfullum og ábyrgum einstaklingi í starf áhættustjóra með reynslu og þekkingu á verðbréfamörkuðum innlendum sem erlendum.