Frétt

20. desember 2022

Hrefna Ösp í stjórn Stefnis

Hrefna Ösp í stjórn Stefnis

Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir, forstjóri Creditinfo var kosin í stjórn Stefnis þann 19. desember og tekur að sér varaformennsku en Sigrún Ragna Ólafsdóttir er stjórnarformaður Stefnis.

Hrefna hefur fjölbreytta reynslu af fjármálamarkaði og gegndi stöðu framkvæmdastjóra eignastýringar og miðlunar Landsbankans áður en hún ákvað að ganga til liðs við Creditinfo fyrir rúmu ári síðan. Hrefna starfaði hjá Landsbankanum frá árinu 2010 en áður hafði hún starfað sem sjóðstjóri hjá Arev-verbréfafyrirtæki og unnið hjá Kauphöll Íslands, Fjarvangi og Seðlabanka Íslands. Hrefna er viðskiptafræðingur með löggildingarpróf í verðbréfaviðskiptum.

 

Til baka

Fleiri fréttir

09.janúar 2025

Framtakssjóðurinn SÍA IV kaupir meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf.

Samkomulag hefur náðst á milli hluthafa Internets á Íslandi hf. (ISNIC) og SÍA IV slhf., framtakssjóðs í rekstri Stefnis og að meirihluta í eigu lífeyrissjóða...

27.desember 2024

Engin upphafsþóknun af kaupum í sjóðum til og með 10. janúar

Engin upphafsþóknun er við kaup í sjóðum Stefnis frá 27. desember 2024 til og með 10. janúar 2025. Afslátturinn af þóknun gildir við kaup sem eiga sér stað í...

21.nóvember 2024

Stefnir leitar að áhættustjóra

Stefnir leitar að metnaðarfullum og ábyrgum einstaklingi í starf áhættustjóra með reynslu og þekkingu á verðbréfamörkuðum innlendum sem erlendum.