Frétt
Stefnir og Fjármálakastið í samstarf
Stefnir verður aðalstyrktaraðili Fjármálakastsins sem er hlaðvarp fyrir áhugafólk um fjármál, hagfræði og efnahagsmál. Þættirnir koma út einu sinni í viku inn á allar helstu hlaðvarpsveitur og inn á podcast.is.
Markmið samstarfsins er að stuðla að vandaðri umfjöllun um fjármál og efnahagsmál. Litlar sem engar breytingar verða gerðar á efnistökum hlaðvarpsins frá því sem nú er og mun Fjármálakastið halda áfram að fá fólk víða að í atvinnulífinu til að ræða um ýmislegt tengt fjármálum.
Gestir þáttarins koma úr ýmsum áttum en meðal þeirra hafa verið frumkvöðlar, greinendur, fyrirtækjaeigendur, viðskiptablaðamenn og fleiri.
Jón Finnbogason, framkvæmdastjóri Stefnis:
„Sífellt fleiri einstaklingar sækja sér um þessar mundir fróðleik með því að hlusta á hlaðvörp. Stefnir vill styðja við vandaða umfjöllun um fjármál og efnahagsmál og er Fjármálakastið sem hefur boðið upp á afar áhugaverð og fróðleg viðtöl við fólk víðsvegar úr atvinnulífinu góður vettvangur til þess.“
Magdalena Anna Torfadóttir
Þáttastjórnandi Fjármálakastsins og sérfræðingur hjá Stefni
Fleiri fréttir
09.janúar 2025
Framtakssjóðurinn SÍA IV kaupir meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf.
Samkomulag hefur náðst á milli hluthafa Internets á Íslandi hf. (ISNIC) og SÍA IV slhf., framtakssjóðs í rekstri Stefnis og að meirihluta í eigu lífeyrissjóða...
27.desember 2024
Engin upphafsþóknun af kaupum í sjóðum til og með 10. janúar
Engin upphafsþóknun er við kaup í sjóðum Stefnis frá 27. desember 2024 til og með 10. janúar 2025. Afslátturinn af þóknun gildir við kaup sem eiga sér stað í...
21.nóvember 2024
Stefnir leitar að áhættustjóra
Stefnir leitar að metnaðarfullum og ábyrgum einstaklingi í starf áhættustjóra með reynslu og þekkingu á verðbréfamörkuðum innlendum sem erlendum.