Frétt

23. janúar 2023

Stefnir og Fjármálakastið í samstarf

Stefnir og Fjármálakastið í samstarf

Stefnir verður aðalstyrktaraðili Fjármálakastsins sem er hlaðvarp fyrir áhugafólk um fjármál, hagfræði og efnahagsmál. Þættirnir koma út einu sinni í viku inn á allar helstu hlaðvarpsveitur og inn á podcast.is.

Markmið samstarfsins er að stuðla að vandaðri umfjöllun um fjármál og efnahagsmál. Litlar sem engar breytingar verða gerðar á efnistökum hlaðvarpsins frá því sem nú er og mun Fjármálakastið halda áfram að fá fólk víða að í atvinnulífinu til að ræða um ýmislegt tengt fjármálum.

Gestir þáttarins koma úr ýmsum áttum en meðal þeirra hafa verið frumkvöðlar, greinendur, fyrirtækjaeigendur, viðskiptablaðamenn og fleiri.

Jón Finnbogason, framkvæmdastjóri Stefnis:

„Sífellt fleiri einstaklingar sækja sér um þessar mundir fróðleik með því að hlusta á hlaðvörp. Stefnir vill styðja við vandaða umfjöllun um fjármál og efnahagsmál og er Fjármálakastið sem hefur boðið upp á afar áhugaverð og fróðleg viðtöl við fólk víðsvegar úr atvinnulífinu góður vettvangur til þess.“

 

Magdalena Anna Torfadóttir
Þáttastjórnandi Fjármálakastsins og sérfræðingur hjá Stefni


Til baka

Fleiri fréttir

02.júlí 2024

Stefnir – Arðgreiðslusjóður greiðir arð til sjóðfélaga í fjórða sinn

Stefnir - Arðgreiðslusjóður hs. greiðir í dag út arð til 774 sjóðfélaga sjóðsins og nam arðgreiðsluhlutfall 4,1 kr. á hlut eða 4,8% af heildarstærð sjóðsins...

27.maí 2024

Nýr sjóður Stefnis gefur út 4,2 ma. kr. skuldabréf

Sérhæfði sjóðurinn SEL I hs.,hefur gefið út höfuðstólstryggt skuldabréf (SEL 1 27 12) sem verður skráð á First North í sumar.

15.janúar 2024

100% afsláttur af sjóðum til 5. febrúar

Í tilefni af verkefninu Konur fjárfestum er engin þóknun við kaup á sjóðum Stefnis frá 12. janúar til og með 5. febrúar 2024. Afslátturinn af þóknun gildir við...