Frétt

19. apríl 2023

Arion banki og Stefnir styrkja Yrkju – sjóð æskunnar til ræktunar landsins

Arion banki og Stefnir styrkja Yrkju – sjóð æskunnar til ræktunar landsins

Arion banki og Stefnir styrktu nýverið Yrkju – sjóð æskunnar til ræktunar landsins um samtals fjórar milljónir króna. Styrkurinn verður nýttur til kaupa á trjáplöntum sem úthlutað verður til grunnskólabarna um land allt og munu þau sjá um að planta trjánum.

Yrkjusjóður var stofnaður 1990 fyrir tilstilli Vigdísar Finnbogadóttur sem er verndari sjóðsins. Á hverju ári síðustu 30 ár hafa um 10 þúsund nemendur um land allt plantað trjáplöntum fyrir tilstilli sjóðsins og er markmiðið að svo verði einnig í ár.

Meðfylgjandi mynd var tekin við undirritun samstarfssamningsins. Á myndinni eru Jónatan Garðarsson, stjórnarformaður Skógræktarfélags Íslands, Andri Snær Magnason, stjórnarformaður Yrkjusjóðs, Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, Hlédís Sigurðardóttir, sjálfbærnistjóri Arion banka, og Dýri Kristjánsson, sjóðstjóri Stefnis – Grænavals.

 

Til baka

Fleiri fréttir

09.janúar 2025

Framtakssjóðurinn SÍA IV kaupir meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf.

Samkomulag hefur náðst á milli hluthafa Internets á Íslandi hf. (ISNIC) og SÍA IV slhf., framtakssjóðs í rekstri Stefnis og að meirihluta í eigu lífeyrissjóða...

27.desember 2024

Engin upphafsþóknun af kaupum í sjóðum til og með 10. janúar

Engin upphafsþóknun er við kaup í sjóðum Stefnis frá 27. desember 2024 til og með 10. janúar 2025. Afslátturinn af þóknun gildir við kaup sem eiga sér stað í...

21.nóvember 2024

Stefnir leitar að áhættustjóra

Stefnir leitar að metnaðarfullum og ábyrgum einstaklingi í starf áhættustjóra með reynslu og þekkingu á verðbréfamörkuðum innlendum sem erlendum.