Frétt
Stefnir – Arðgreiðslusjóður greiðir arð til sjóðfélaga í þriðja sinn
Stefnir - Arðgreiðslusjóður hs. greiðir í dag út arð til 822 sjóðfélaga sjóðsins og nam arðgreiðsluhlutfall 26,8 kr. á hlut eða 23,5% af heildarstærð sjóðsins. Sjóðurinn er sá eini sinnar tegundar hér á landi sem greiðir uppsafnaðar arðgreiðslur til sjóðfélaga einu sinni á ári.
Arðgreiðslur félaga í eigu sjóðsins voru óvenju miklar þetta árið og munar þar mest um arðgreiðslur frá Origo vegna sölu á Tempo og frá Símanum vegna sölu á Mílu. Arðgreiðslur vegna þessara tveggja félaga telja tæplega 90% af öllum arði til sjóðsins á nýliðnu arðgreiðslutímabili.
Helstu kostir Stefnis – Arðgreiðslusjóðs
- Sjóðurinn býður upp á að kaupa í félögum sem sögulega hafa greitt arð í einu.
- Útgreiðsla arðs er einu sinni á ári.
- Að eiga í Stefni - Arðgreiðslusjóði auðveldar gerð á skattskýrslu þar sem ekki þarf að færa inn kaup og sölur í einstökum félögum og færa marga arðmiða.
- Auðvelt er að stýra því hvernig arðgreiðslan er greidd til hlutdeildarskírteinishafa.
Stefnir - Arðgreiðslusjóður er ólíkur hefðbundnum hlutabréfasjóðum að því leyti að arður er greiddur til hlutdeildarskírteinishafa. Félögin sem sjóðurinn á í ráðstafa afkomu sinni að einhverju leyti með greiðslu til hluthafa í formi arðgreiðslna. Því fær sjóðurinn greiddan arð sem hann svo skilar til hlutdeildarskírteinishafa á hverju ári.
Sjóðurinn fjárfestir í félögum sem hafa sögulega greitt arð og/eða eru líkleg til að greiða arð innan 12 mánaða. Sjóðurinn tekur fyrst og fremst stöður í hlutabréfum íslenskra hlutafélaga og hlutafélaga með starfsemi á Íslandi, sem skráð eru í NASDAQ OMX Nordic Iceland, First North markaðnum, eða annarri viðurkenndri kauphöll eða markaðstorgi fjármálagerninga.
Hagnaður af innlausn hlutdeildarskírteina sjóðsins er skattskyldur á Íslandi og fer um skattskyldu hagnaðar samkvæmt lögum um tekjuskatt nr. 90/2003 og staðgreiðslu samkvæmt lögum nr. 94/1996, um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur. Um frekari skattlagningu getur verið að ræða. Fjármagnstekjuskattur reiknast þegar hlutdeildarskírteini eru seld með hagnaði eða þegar arður er greiddur af hlutdeildarskírteinum. Varðandi aðila búsetta í öðrum löndum en á Íslandi er athygli vakin á að kanna hvort um sé að ræða skattlagningu umfram þá sem er á Íslandi.
Hvenær fæ ég arðinn?
Arður er greiddur seinasta dag júnímánaðar ár hvert og er hann greiddur á vörslusafn eiganda. Hægt er að fá arðinn greiddan sjálfkrafa á bankareikning og má finna upplýsingar um ferlið hér.
Þarf ég að eiga í sjóðnum í heilt ár?
Nei, allir sem eiga hlutdeildarskírteini í Stefni – Arðgreiðslusjóði í dagslok þann 28. júní fá greiddan arð á seinasta degi júnímánaðar.
Fleiri fréttir
30.janúar 2025
Haukur Guðnason ráðinn nýr áhættustjóri hjá Stefni hf.
Haukur Guðnason hefur verið ráðinn nýr áhættustjóri hjá Stefni. Haukur býr yfir fjölþættri reynslu á sviði áhættustýringar og fjármála sem mun styðja við...
09.janúar 2025
Framtakssjóðurinn SÍA IV kaupir meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf.
Samkomulag hefur náðst á milli hluthafa Internets á Íslandi hf. (ISNIC) og SÍA IV slhf., framtakssjóðs í rekstri Stefnis og að meirihluta í eigu lífeyrissjóða...
27.desember 2024
Engin upphafsþóknun af kaupum í sjóðum til og með 10. janúar
Engin upphafsþóknun er við kaup í sjóðum Stefnis frá 27. desember 2024 til og með 10. janúar 2025. Afslátturinn af þóknun gildir við kaup sem eiga sér stað í...