Frétt

27. maí 2024

Nýr sjóður Stefnis gefur út 4,2 ma. kr. skuldabréf

Nýr sjóður Stefnis gefur út 4,2 ma. kr. skuldabréf

Sérhæfði sjóðurinn SEL I hs.,hefur gefið út höfuðstólstryggt skuldabréf (SEL 1 27 12) sem verður skráð á First North í sumar. Um er að ræða fyrstu höfuðstólstryggðu skuldabréfaútgáfu sjóðs á Íslandi til fjölda ára og er það metið svo að markaðsaðstæður til útgáfu slíkra skuldabréfa séu ákjósanlegar nú miðað við núverandi vaxtastig.

Markmið sjóðsins er að tryggja að hann geti mætt greiðsluflæði vegna skuldabréfs sem sjóðurinn gaf út og er á gjalddaga í lok árs 2027 með því að fjárfesta í öðrum skuldabréfum og afleiðum tengdum við erlendar hlutabréfavísitölur.

Áskriftir voru 30 milljónir bandaríkjadollara en fjárfestingartímabili sjóðsins er lokið. Sjóðurinn og skuldabréfaútgáfa hans er einungis ætluð fagfjárfestum. Stefnir hefur starfrækt fleiri en tíu slíka sjóði og er útgáfa SEL I hs. sú stærsta í sögu félagsins.

Róbert Vilhjálmur Ásgeirsson og Per Matts Henje stýra sjóðnum en teymið stýrir jafnframt stærsta erlenda hlutabréfasjóði landsins Katla Fund - Global Equity sem er um 311 milljónir evra að stærð.

 

Til baka

Fleiri fréttir

15.apríl 2025

Engin upphafsþóknun eða lágmarkskaup í sjóðum Stefnis

Stefnir hefur fellt niður upphafsþóknun vegna viðskipta í sjóðum félagsins þegar viðskipti eiga sér stað í gegnum Arion appið eða netbanka þar sem ekkert...

30.janúar 2025

Haukur Guðnason ráðinn nýr áhættustjóri hjá Stefni hf.

Haukur Guðnason hefur verið ráðinn nýr áhættustjóri hjá Stefni. Haukur býr yfir fjölþættri reynslu á sviði áhættustýringar og fjármála sem mun styðja við...

09.janúar 2025

Framtakssjóðurinn SÍA IV kaupir meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf.

Samkomulag hefur náðst á milli hluthafa Internets á Íslandi hf. (ISNIC) og SÍA IV slhf., framtakssjóðs í rekstri Stefnis og að meirihluta í eigu lífeyrissjóða...