Frétt
Tímamót á fasteignamarkaði
Jón Finnbogason framkvæmdastjóri Stefnis ritaði grein sem Innherji birti en Alþingi hefur samþykkt nýja heimild fyrir lífeyrissjóði til að fjárfesta í íbúðarhúsnæði sem ætlað er til langtímaleigu.
Með því að auka svigrúm lífeyrissjóða til að fjárfesta í félögum eða sjóðum sem eiga íbúðarhúsnæði er stuðlað að auknu framboði húsnæðis á leigumarkaði og frekara jafnvægi á fasteignamarkaði. Er það öllum til góðs, hvort sem litið er til leigjenda eða þeirra sem hafa hug á að fjárfesta í eigin húsnæði. Heimild lífeyrissjóða til fjárfestinga í íbúðarhúsnæði til langtímaleigu er því þjóðhagslega hagkvæm, enda er það hagur samfélagsins alls að hér ríki stöðugleiki á fasteignamarkaði.
Stefnir rekur sjóðinn SRE III sem hefur að markmiði að reka sjálfbært leigufélag sem hefur burði til að styðja við nauðsynlega íbúðauppbyggingu á næstu árum og styrkja leigumarkaðinn hér á landi.
Greinina má finna hér: Tímamót á fasteignamarkaði - Innherji (visir.is)
Fleiri fréttir
09.janúar 2025
Framtakssjóðurinn SÍA IV kaupir meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf.
Samkomulag hefur náðst á milli hluthafa Internets á Íslandi hf. (ISNIC) og SÍA IV slhf., framtakssjóðs í rekstri Stefnis og að meirihluta í eigu lífeyrissjóða...
27.desember 2024
Engin upphafsþóknun af kaupum í sjóðum til og með 10. janúar
Engin upphafsþóknun er við kaup í sjóðum Stefnis frá 27. desember 2024 til og með 10. janúar 2025. Afslátturinn af þóknun gildir við kaup sem eiga sér stað í...
21.nóvember 2024
Stefnir leitar að áhættustjóra
Stefnir leitar að metnaðarfullum og ábyrgum einstaklingi í starf áhættustjóra með reynslu og þekkingu á verðbréfamörkuðum innlendum sem erlendum.