Frétt
Tímamót á fasteignamarkaði
Jón Finnbogason framkvæmdastjóri Stefnis ritaði grein sem Innherji birti en Alþingi hefur samþykkt nýja heimild fyrir lífeyrissjóði til að fjárfesta í íbúðarhúsnæði sem ætlað er til langtímaleigu.
Með því að auka svigrúm lífeyrissjóða til að fjárfesta í félögum eða sjóðum sem eiga íbúðarhúsnæði er stuðlað að auknu framboði húsnæðis á leigumarkaði og frekara jafnvægi á fasteignamarkaði. Er það öllum til góðs, hvort sem litið er til leigjenda eða þeirra sem hafa hug á að fjárfesta í eigin húsnæði. Heimild lífeyrissjóða til fjárfestinga í íbúðarhúsnæði til langtímaleigu er því þjóðhagslega hagkvæm, enda er það hagur samfélagsins alls að hér ríki stöðugleiki á fasteignamarkaði.
Stefnir rekur sjóðinn SRE III sem hefur að markmiði að reka sjálfbært leigufélag sem hefur burði til að styðja við nauðsynlega íbúðauppbyggingu á næstu árum og styrkja leigumarkaðinn hér á landi.
Greinina má finna hér: Tímamót á fasteignamarkaði - Innherji (visir.is)
Fleiri fréttir
21.nóvember 2024
Stefnir leitar að áhættustjóra
Stefnir leitar að metnaðarfullum og ábyrgum einstaklingi í starf áhættustjóra með reynslu og þekkingu á verðbréfamörkuðum innlendum sem erlendum.
25.október 2024
SÍA IV styður við vaxtaráform Rotovia hf. með kaupum í mexíkóska fyrirtækinu Ollin Plastics
Rotovia, sem er leiðandi fyrirtæki í hönnun og framleiðslu á hverfissteypum lausnum (e. rotomoulding solutions), hefur fest kaup á mexíkóska fyrirtækinu Ollin...
04.september 2024
Engin upphafsþóknun af kaupum í sjóðum til og með 9. september
Engin þóknun er við kaup í sjóðum Stefnis frá 30. ágúst 2024 til og með 9. september 2024. Afslátturinn af þóknun gildir við kaup sem eiga sér stað í Arion...