Frétt
SÍA IV styður við vaxtaráform Rotovia hf. með kaupum í mexíkóska fyrirtækinu Ollin Plastics
Með kaupunum eykst þjónusta við viðskiptavini í Ameríku og er það liður í vaxtarstefnu Rotovia til ársins 2028
Rotovia, sem er leiðandi fyrirtæki í hönnun og framleiðslu á hverfissteypum lausnum (e. rotomoulding solutions), hefur fest kaup á mexíkóska fyrirtækinu Ollin Plastics sem er sérhæft framleiðslufyrirtæki á hverfissteyptum afurðum. Kaupin marka tímamót fyrir fyrirtækið þar sem geta þess til að þjóna viðskiptavinum um alla Norður-Ameríku mun aukast til muna og styður það við fyrirætlanir fyrirtæksins um ytri vöxt til ársins 2028.
Ollin Plastics er staðsett í Monterrey í Mexíkó og sérhæfir sig í hágæða hverfissteyptum vörum. Verksmiðjan hóf starfsemi árið 2022 og með nýjustu tækni og mikilli áherslu á gæði, býður Ollin Plastics viðskiptavinum sínum upp á stuðning við vöruhönnun ásamt miklum möguleikum er kemur að samsetningu. Veltan í ár verður um 20 mUSD og hjá félaginu starfa um 130 manns.
Daði Valdimarsson, forstjóri Rotovia:
“Ég tel að með þessum kaupum geti Rotovia nýtt sér styrkleika Ollin Plastics til þess að ýta undir nýsköpun og vöxt í iðnaðinum. Kaupin á Ollin Plastics styðja mjög vel við langtímamarkmið félagsins og enn frekari vöxt í Norður-Ameríku, bæði á okkar eigin vörum og einnig í framleiðslu á vörum viðskiptavina okkar.“
Eiríkur Ársælsson, sjóðstjóri SÍA:
“Við hjá Stefni erum stolt af metnaðarfullum vaxtaráformum Rotovia og trúum því að þessi kaup styrki samkeppnisstöðu félagsins á Ameríkumarkði og vinni að þeim markmiðum sem lagt var upp með við fjárfestingu Stefnis í félaginu.”
Rotovia framleiðir og hannar sínar eigin vörur undir vörumerkjunum Sæplast, Tempra, iTUB og VARIBOX ásamt því að framleiða ýmsa íhluti fyrir bílaframleiðendur, framleiðendur landbúnaðartækja, vindmylluframleiðendur og fleiri geira. Hjá Rotovia starfa um 850 starfsmenn í 11 verksmiðjum í 8 mismunandi löndum. Fyrirtækið er með höfuðstöðvar sínar á Dalvík.
SÍA IV, sjóður í rekstri Stefnis, fer með um 73% eignarhlut í Rotovia í gegnum félagið Dalarót ehf.
Daði Valdimarsson, forstjóri Rotovia
Fleiri fréttir
25.október 2024
SÍA IV styður við vaxtaráform Rotovia hf. með kaupum í mexíkóska fyrirtækinu Ollin Plastics
Rotovia, sem er leiðandi fyrirtæki í hönnun og framleiðslu á hverfissteypum lausnum (e. rotomoulding solutions), hefur fest kaup á mexíkóska fyrirtækinu Ollin...
04.september 2024
Engin upphafsþóknun af kaupum í sjóðum til og með 9. september
Engin þóknun er við kaup í sjóðum Stefnis frá 30. ágúst 2024 til og með 9. september 2024. Afslátturinn af þóknun gildir við kaup sem eiga sér stað í Arion...
03.júlí 2024
Tímamót á fasteignamarkaði
Jón Finnbogason framkvæmdastjóri Stefnis ritaði grein sem Innherji birti en Alþingi hefur samþykkt nýja heimild fyrir lífeyrissjóði til að fjárfesta í...