Starfsemi

Stefnir er rótgróið íslenskt sjóðastýringarfyrirtæki með um 336 milljarða króna í virkri sjóðastýringu í lok árs 2024. Hlutverk félagsins er að stýra fjármunum í eigu viðskiptavina með hagsmuni þeirra að leiðarljósi. Stefnir þjónar jafnt einstaklingum sem fagfjárfestum. Félagið var stofnað árið 1996.

Stefnir hefur á að skipa þaulreyndu starfsfólki með mikla starfsreynslu á fjármálamarkaði og tengda menntun. Hjá Stefni starfa um 20 sérfræðingar í þremur teymum við stýringu á fjölbreyttu úrvali verðbréfa- og sérhæfðra sjóða fyrir almenna fjárfesta.

Þróun

Félagið hefur allt frá upphafi verið í fararbroddi í þróun á nýjum tegundum sjóða, jafnt fyrir einstaklinga sem fagfjárfesta. Við þróun og stýringu sjóða er fyrst og fremst horft til hagsmuna viðskiptavina auk þess sem áhersla er lögð á árvekni, yfirsýn og öfluga fagþekkingu.

Traust

Stefnir telur að traust og trúnaður séu lykilforsendur langtímasambands við viðskiptavini. Því er lögð mikil áhersla á heiðarleika í samskiptum og gegnsæi í upplýsingagjöf. Sérstök aðgát er viðhöfð við meðferð trúnaðarupplýsinga, hvort sem þær eru af viðskiptalegum eða persónulegum toga.

Eignarform

Viðskiptavinir Stefnis eiga hlutdeildarskírteini í sjóðum í stýringu Stefnis. Þessi hlutdeildarskírteini eru ávísun á hlut í eignasafni sjóðanna. Eignir sjóðanna eru því alfarið í eigu hlutdeildarskírteinishafa á hverjum tíma. Lögum samkvæmt er eignum Stefnis hf. og eignum sjóða í stýringu haldið aðgreindum í fjárhagsuppgjöri. Varsla á eignum sjóðanna, ásamt útreikningi á gengi, sjóða er í höndum annars fyrirtækis, Arion banka.

Öryggi

Stefnir leggur sérstaka áherslu á öryggi í allri starfsemi sinni. Í því skyni hefur hefur fyrirtækið komið sér upp margþættum eftirlits- og áhættustýringarkerfum sem byggjast meðal annars á skýrum verkferlum, ytri og innri endurskoðun, regluvörslu og sérsmíðuðum eftirlitskerfum með fjárfestingarstefnum. Jafnframt framkvæmir félagið árlega innra áhættumat á helstu rekstraráhættuþáttum. Verðbréfasjóðir Stefnis og sérhæfðir sjóðir fyrir almenna fjárfesta Stefnis lúta eftirliti FME, lögum samkvæmt.

Stjórnarhættir

Stjórn Stefnis er skipuð þrem einstaklingum. Meirihluti stjórnarmanna er óháður Arion banka, en bankinn og tengd félög eru eigendur alls hlutafjár í Stefni. Stjórn Stefnis hefur einsett sér að ástunda góða og vandaða stjórnarhætti. Stefnir hefur hlotið vottun Rannsóknarmiðstöðvar Háskóla Íslands um góða stjórnarhætti frá árinu 2012.

Lögformlegt hlutverk

Stefnir hf. er sjálfstætt starfandi fjármálastofnun skv. lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Félagið starfar á grundvelli starfsleyfa frá Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands sem rekstrarfélag verðbréfasjóða samkvæmt heimild í lögum nr. 116/2021 um verðbréfasjóði og sem rekstraraðili sérhæfðra sjóða samkvæmt heimild í lögum nr. 45/2020, um rekstraraðila sérhæfðra sjóða. Auk þess tekur starfsleyfi rekstrarfélagsins til eignastýringar, fjárfestingaráðgjafar og vörslu og umsýslu hlutdeildarskírteina eða hluta sjóða um sameiginlega fjárfestingu. 

Útgefið hlutafé Stefnis er 43,5 milljónir króna. Hlutfallslegt eignarhald skiptist milli Arion banka hf. 99,93% og Gen hf. 0,07%. Endurskoðandi félagsins er Deloitte ehf.

Hagsmunasamtök

Stefnir hf. hefur verið aðili að Samtökum fjármálafyrirtækja (SFF) frá 2013. Með aðild að SFF felst þátttaka í almennri hagsmunagæslu í málefnum íslensks fjármálageira ásamt því að verða beinn aðili að Samtökum Atvinnulífsins (SA).

Samtök fjármálafyrirtækja (SFF) eru heildarsamtök fjármálafyrirtækja á Íslandi. Sjá nánar á www.sff.is

Rekstrarform sjóða

Allir sjóðir eru reknir af Stefni hf. í stað þess að vera sjálfstæðir lögaðilar eins og þeir voru fyrir gildistöku laga nr. 30/2003. Meiri kröfur eru þannig gerðar til sjálfstæðis og styrkleika rekstrarfélaga en áður var. Í útboðslýsingum sem samdar hafa verið fyrir alla sjóði í rekstri félagsins kemur fram nánari lýsing á starfsemi rekstrarfélagsins en þær má nálgast í upplýsingablöðum viðkomandi sjóða.

Hér fyrir neðan gefur að líta hvaða félög hafa verið sameinuð undir nafni Stefnis hf., kt. 700996-2479:

  • Kaupþing-Eignastýring ehf. kt. 440195-2539
  • Hávöxtunarfélagið hf. kt. 611284-0479
  • Ævisjóðurinn hf. kt. 601097-2579
  • Verðbréfasjóður Búnaðarbankans hf. kt. 700996-2639
  • Fjárfestingasjóður Búnaðarbankans hf. kt. 611299-4949
  • Vísitölusjóður BÍ hf. kt. 670901-3270

 

 

Á hluthafafundi Stefnis hf. þann 11. mars 2024 voru eftirfarandi aðilar kjörnir í aðalstjórn félagsins:

Aðalstjórn

Sigrún Ragna Ólafsdóttir, stjórnarformaður
Guðmundur Jóhann Jónsson, stjórnarmaður
Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir, stjórnarmaður

Framkvæmdastjóri

Jón Finnbogason, framkvæmdastjóri Stefnis

Endurskoðunar- og áhættunefnd

Stjórn Stefnis hefur skipað endurskoðunar- og áhættunefnd Stefnis og er hún starfrækt sbr. 108 gr. a laga nr. 3/2006 um ársreikninga þar sem kveðið er á um að einingar tengdum almannahagsmunum skuli hafa endurskoðunarnefnd sem skipuð skal eigi færri en þremur mönnum.

Nefndina skipa:

  • Guðmundur Jóhann Jónsson
  • Sigrún Ragna Ólafsdóttir
  • Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir

Meirihluti nefndarmanna er óháður félaginu og Arion banka hf., móðurfélagi Stefnis hf.

Endurskoðandi félagsins er Deloitte ehf.

Starfsreglur stjórnar Stefnis

Reglur Stefnis hf. um framkvæmd starfa endurskoðunar- og áhættunefndar


Starfskjaranefnd

Stjórn Stefnis hefur skipað starfskjaranefnd Stefnis og er hún starfrækt sbr. 17. gr. c. laga 116/2021 um verðbréfasjóði og 21. gr. c. laga nr. 45/2020 um rekstraraðila sérhæfðra sjóða þar sem kveðið er á um að rekstrarfélag/rekstraraðili sem er mikilvægur skuli hafa starfskjaranefnd sem skipuð skal eigi færri en þremur mönnum.

Nefndina skipa:

  • Guðmundur Jóhann Jónsson
  • Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir
  • Sigrún Ragna Ólafsdóttir

Meirihluti nefndarmanna er óháður félaginu og Arion banka hf., móðurfélagi Stefnis hf.

Ágúst Ingi Bragason

Sérfræðingur | Greining, sjálfbærni og sjálfvirkni
agust.i.bragason@stefnir.is

Bjarni Ármann Atlason

Sérfræðingur | Óskráð verðbréf
bjarni.atlason@stefnir.is

Eiríkur Ársælsson

Sjóðstjóri | Óskráð verðbréf
eirikur.arsaelsson@stefnir.is

Elvar Ingi Möller

Sjóðstjóri | Skráð verðbréf
elvar.moller@stefnir.is

Fríða Einarsdóttir

Sjóðstjóri | Óskráð verðbréf
frida.einars@stefnir.is

Halla Koppel

Sjóðstjóri | Skráð verðbréf
halla.koppel@stefnir.is

Harpa Hjartardóttir

Sérfræðingur | Greining, sjálfbærni og sjálfvirkni
harpa.hjartardottir@stefnir.is

Iðunn Hafsteinsdóttir

Sérfræðingur | Greining, sjálfbærni og sjálfvirkni
idunn.hafsteinsdottir@stefnir.is

Jón Eggert Hallsson

Sjóðstjóri | Skráð verðbréf
jon.hallsson@stefnir.is

Jón Finnbogason

Framkvæmdastjóri
jon.finnbogason@stefnir.is

Kristbjörg M. Kristinsdóttir

Fjármálastjóri | Greining, sjálfbærni og sjálfvirkni
kristbjorg.kristinsdottir@stefnir.is

Markús Máni Skúlason

Sérfræðingur | Greining, sjálfbærni og sjálfvirkni
markus.skulason@stefnir.is

Ólöf Pétursdóttir

Sjóðstjóri | Óskráð verðbréf
olof.petursdottir@stefnir.is

Páll Ólafsson

Forstöðumaður | Óskráð verðbréf
pall.olafsson@stefnir.is

Per Matts Henje

Sjóðstjóri | Skráð verðbréf
per.henje@stefnir.is

Ragnheiður Bjarnadóttir

Sjóðstjóri | Skráð verðbréf
ragnheidur.bjarnadottir@stefnir.is

Róbert Vilhjálmur Ásgeirsson

Sérfræðingur | Greining, sjálfbærni og sjálfvirkni
robert.asgeirsson@stefnir.is

Sævarður Einarsson

Áhættustjóri | Áhættustýring
saevardur.einarsson@stefnir.is

Theodór Sölvi Blöndal

Sjóðstjóri | Óskráð verðbréf
theodor.blondal@stefnir.is

Þorsteinn Andri Haraldsson

Sjóðstjóri | Skráð verðbréf
thorsteinn.haraldsson@stefnir.is