Frétt

01. júlí 2011

Kaup SF1 slhf. á meirihluta í Sjóvá samþykkt

Kaup SF1 á meirihluta í Sjóvá (Sjóvá-Almennum tryggingum hf) hafa hlotið samþykki Fjármálaeftirlits, Samkeppniseftirlits og stjórnar ESÍ (Eignasafns Seðlabanka Íslands ehf). Þar með eru kaupin lögformlega frágengin og ný stjórn verður formlega skipuð á næsta hluthafafundi félagsins. Fulltrúar SF1 í stjórn Sjóvá verða Ingi Jóhann Guðmundsson, Tómas Kristjánsson og Erna Gísladóttir, sem mun verða formaður nýrrar stjórnar.

Erna Gísladóttir: „Það er ánægjulegt að kaupin eru staðfest enda teljum við að Sjóvá sé mjög áhugavert félag með mikilvægt hlutverk í samfélaginu. Við munum vinna rösklega að því að móta fyrirtækinu nýja stefnu til að búa það sem best undir tækifæri og kröfur framtíðarinnar. Jafnframt verður lögð áhersla á Sjóvá haldi áfram að bjóða viðskiptavinum sínum trausta og góða þjónustu.“

Í mars sl. lá fyrir að SF1, félag í rekstri Stefnis hf, hafði tryggt fjármögnun á kaupum á ríflega helmingi hlutafjár Sjóvár en kaupsamningurinn var háður skilyrðum um tiltekin atriði, þ.á m. samþykki framagreindra aðila, sem nú hafa veitt samþykki sitt. Stærstu eigendur SF1 eru Gildi lífeyrissjóður, SVN eignafélag ehf. (félag í eigu Síldarvinnslunnar hf.), SÍA I (fagfjárfestasjóður undir stjórn rekstrarfélagsins Stefnis, en eigendur SÍA I eru meðal annars stærstu lífeyrissjóðir landsins), Frjálsi Lífeyrissjóðurinn, Lífeyrissjóðir Bankastræti 7 (LSR), Stapi Lífeyrissjóður og fagfjárfestasjóðurinn Stefnir ÍS-5. Aðrir eigendur SF1 eru Festa lífeyrissjóður, EGG ehf, (í eigu Ernu Gísladóttur), Arkur ehf. (í eigu Steinunnar Jónsdóttur), Lífeyrissjóður bænda, Sigla ehf. (í eigu Tómasar Kristjánssonar og Finns Reyrs Stefánssonar) og Draupnir fjárfestingafélag ( í eigu Jóns Diðriks Jónssonar). Kaupin eru að fullu fjármögnuð með eiginfjárframlögum og fer enginn hluthafa með stærri hlut en sem svarar til 10% hlutdeildar í Sjóvá.
Til baka

Fleiri fréttir

16.október 2020

Unga fólkið vill grænar fjárfestingar

Kristbjörg Kristinsdóttir, rekstrarstjóri Stefnis, ræddi við Viðskiptablaðið um árangur og markmið Stefnis. Þar kemur hún til að mynda inná það að Stefnir er...

08.október 2020

Stefnir hlýtur viðurkenningar fyrir árangur í rekstri

Stefnir er níunda árið í röð í 2% hópi íslenskra fyrirtækja sem uppfylla ströng skilyrði greiningar hjá Creditinfo um Framúrskarandi fyrirtækið árið 2020.

25.ágúst 2020

Fermingarbörn fá mótframlag ef þau kaupa í sjóðum Stefnis

Ef lagðar eru inn 30.000 kr. eða meira í einhvern af sjóðum Stefnis þá fær fermingarbarnið 6.000 kr. mótframlag sem fermingargjöf.

Þessi síða notar vafrakökur. Lesa meira