Frétt

31. ágúst 2011

Breytingar á reglum verðbréfasjóðsins Stefnir - Erlend Hlutabréf

Breytingar á reglum verðbréfasjóðsins Stefnir - Erlend Hlutabréf
Breytingarnar felast í eftirfandi: 
  • Báðar sjóðsdeildir Stefnis – Erlendra Hlutabréfa, EUR deild og ISK deild, hafa nú heimild til fjárfestinga í hlutdeildarskírteinum kauphallarsjóða, enda falli þau að fjárfestingarmarkmiði sjóðsins. 
  • Fjárfestingarstefna sjóðsins er nú sem hér segir: Hlutabréf sem tekin hafa verið til viðskipta á erlendum skipulegum verðbréfamörkuðum, 80-100%. Hlutdeildarskírteini kauphallarsjóða, 0-20%. Hlutdeildarskírteini peningamarkaðssjóða, 0-10%. Innlán fjármálafyrirtækja, 0-10%. Afleiður vegna stöðutöku, 0-10%. 
Reglubreytingar þessar hafa verið staðfestar af Fjármálaeftirlitinu.

Við hvetjum þig til að kynna þér reglurnar í heild sinni á vefsíðu Stefnis hf.,

Frekari upplýsingar veitir starfsfólk Verðbréfaþjónustu Arion banka í síma
444 7000 - verdbrefathjonusta@arionbanki.is.

Með kveðju,
Stefnir hf.
Til baka

Fleiri fréttir

11.september 2025

Hálfsársbréf frá framkvæmdastjóra Stefnis til eigenda í sjóðum

Meðfylgjandi er fyrsta hálfsárs-bréf framkvæmdastjóra Stefnis. Þar er farið yfir helstu atriði í rekstri Stefnis, stöðu á verðbréfamörkuðum og hugleiðingar um...

20.júní 2025

Stefnir leitar að sérfræðingum í áhugaverð störf

Leitað er að einstaklingum með brennandi áhuga á sjóðastýringu og íslensku atvinnu- og efnahagslífi. Um er að ræða starf sérfræðings í almenn störf innan...

03.júní 2025

Stefnir og HILI hefja samstarf um fyrsta íbúðasjóð Íslands í sameignarformi

Stefnir hf. hefur gert samstarfssamning við HILI með það að markmiði að opna aðgang að nýjum eignaflokki fyrir fjárfesta með því að fjárfesta í vönduðum...