Frétt

06. mars 2012

Stefnir Íslenski Athafnasjóðurinn I (SIA I) afhendir öll hlutabréf sín í Högum hf. til sjóðsfélaga sinna

Stefnir Íslenski Athafnasjóðurinn I (SIA I) afhendir öll hlutabréf sín í Högum hf. til sjóðsfélaga sinna
SIA I, sjóður í rekstri Stefnis hf., afhenti í gær sjóðsfélögum sínum öll hlutabréf sín í Högum hf. eða sem nemur um 8,5% af útistandandi hlutafé Haga. SIA I keypti upphaflega hlutina ásamt hópi fjárfesta í gegnum félagið Búvelli slhf. SIA I var heimilt að selja hluti sína 1. mars sl. Í dag var ákveðið með samþykki festingarráðs sjóðsins, sem skipað er af sjóðsfélögum, að hlutirnir yrðu afhendir sjóðsfélögum í stað þess að vera seldir.

Um Stefni Íslenska Athafnasjóðinn I
Stefnir Íslenski Athafnasjóðurinn I tók til starfa í lok árs 2010 og hefur sjóðurinn það að markmiði að fjárfesta í íslenskum fyrirtækjum þar sem sjóðurinn hefur skýra útgönguleið á næstu árum, til dæmis með skráningu í Kauphöll. Sjóðfélagar SIA I er að 2/3 í eigu nokkurra af stærstu lífeyrissjóða landsins og 1/3 í eigu annarra fagfjárfesta. Frá stofnun hefur sjóðurinn fjárfest ásamt sjóðfélögum sínum og öðrum fjárfestum, í Högum hf., Sjóvá almennum Tryggingum hf., Sjóklæðagerðinni hf. og Jarðborunum hf.

Um Stefni
Stefnir hf. er stærsta sjóðastýringarfyrirtæki landsins með um 300 milljarða króna í virkri stýringu. Hlutverk félagsins er að stýra fjármunum í eigu viðskiptavina með hagsmuni þeirra að leiðarljósi.
Til baka

Fleiri fréttir

15.janúar 2024

100% afsláttur af sjóðum til 5. febrúar

Í tilefni af verkefninu Konur fjárfestum er engin þóknun við kaup á sjóðum Stefnis frá 12. janúar til og með 5. febrúar 2024. Afslátturinn af þóknun gildir við...

29.ágúst 2023

Stefnir birtir fjármagnaðan útblástur gróðurhúsalofttegunda

Stefnir stýrir fjármunum fyrir hönd viðskiptavina sinna og leggur ríka áherslu á að gera það með ábyrgum og gagnsæjum hætti.

09.ágúst 2023

Stefnir styrkir Einvígið á Nesinu

Stefnir er stoltur styrktaraðili Einvígisins á Nesinu. Þetta árið hlaut Félag áhugafólks um Downs-heilkennið styrk Stefnis og Birgir Björn úr GK var sigurvegari...