Frétt
23. mars 2012Nýir eigendur hafa tekið við Jarðborunum
Nýir eigendur hafa tekið við Jarðborunum
SF III slhf., félag í umsjón Stefnis hf., lauk í dag kaupum á um 82% eignarhlut í Jarðborunum hf. af Miðengi ehf., dótturfélagi Íslandsbanka. Eigendur SF III eru Festa lífeyrissjóður, Gildi lífeyrissjóður, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, Kaldbakur og Stefnir Íslenski Athafnasjóðurinn I. Á aðalfundi, sem haldinn var í kjölfarið að kaupunum, tók ný stjórn við félaginu. Fulltrúar SF III í stjórn eru Baldvin Þorsteinsson, Geir Gunnlaugsson, Gunnar Guðni Tómasson, Rannveg Rist og Benedikt Ólafsson (varamaður). Fulltrúi Miðengis í stjórn er Ólafur Þór Jóhannesson en félagið mun áfram halda á um 18% hlut í Jarðborunum.
Um Jarðboranir
Jarðboranir sérhæfa sig í öflun jarðhita. Áratuga reynsla af borunum eftir jarðhita á Íslandi hefur skapað félaginu mikilvæga reynslu til að bjóða þjónustu sína erlendis. Félagið stendur að borframkvæmdum víða erlendis s.s. í Danmörku, Nýja Sjálandi, Þýskalandi, Karabíska hafinu og á Azoreyjum.
Um Stefni hf.
Stefnir hf. er stærsta sjóðastýringarfyrirtæki landsins með yfir 330 milljarða króna í virkri stýringu. Félagið rekur innlenda og alþjóðlega sjóði fyrir einstaklinga og fagfjárfesta auk þess að stýra félögum utan um framtaksfjárfestingar.
Til bakaUm Jarðboranir
Jarðboranir sérhæfa sig í öflun jarðhita. Áratuga reynsla af borunum eftir jarðhita á Íslandi hefur skapað félaginu mikilvæga reynslu til að bjóða þjónustu sína erlendis. Félagið stendur að borframkvæmdum víða erlendis s.s. í Danmörku, Nýja Sjálandi, Þýskalandi, Karabíska hafinu og á Azoreyjum.
Um Stefni hf.
Stefnir hf. er stærsta sjóðastýringarfyrirtæki landsins með yfir 330 milljarða króna í virkri stýringu. Félagið rekur innlenda og alþjóðlega sjóði fyrir einstaklinga og fagfjárfesta auk þess að stýra félögum utan um framtaksfjárfestingar.
Fleiri fréttir
11.september 2025
Hálfsársbréf frá framkvæmdastjóra Stefnis til eigenda í sjóðum
Meðfylgjandi er fyrsta hálfsárs-bréf framkvæmdastjóra Stefnis. Þar er farið yfir helstu atriði í rekstri Stefnis, stöðu á verðbréfamörkuðum og hugleiðingar um...
20.júní 2025
Stefnir leitar að sérfræðingum í áhugaverð störf
Leitað er að einstaklingum með brennandi áhuga á sjóðastýringu og íslensku atvinnu- og efnahagslífi. Um er að ræða starf sérfræðings í almenn störf innan...
03.júní 2025
Stefnir og HILI hefja samstarf um fyrsta íbúðasjóð Íslands í sameignarformi
Stefnir hf. hefur gert samstarfssamning við HILI með það að markmiði að opna aðgang að nýjum eignaflokki fyrir fjárfesta með því að fjárfesta í vönduðum...