Frétt

23. mars 2012

Nýir eigendur hafa tekið við Jarðborunum

SF III slhf., félag í umsjón Stefnis hf., lauk í dag kaupum á um 82% eignarhlut í Jarðborunum hf. af Miðengi ehf., dótturfélagi Íslandsbanka. Eigendur SF III eru Festa lífeyrissjóður, Gildi lífeyrissjóður, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, Kaldbakur og Stefnir Íslenski Athafnasjóðurinn I. Á aðalfundi, sem haldinn var í kjölfarið að kaupunum, tók ný stjórn við félaginu. Fulltrúar SF III í stjórn eru Baldvin Þorsteinsson, Geir Gunnlaugsson, Gunnar Guðni Tómasson, Rannveg Rist og Benedikt Ólafsson (varamaður). Fulltrúi Miðengis í stjórn er Ólafur Þór Jóhannesson en félagið mun áfram halda á um 18% hlut í Jarðborunum.


Um Jarðboranir

Jarðboranir sérhæfa sig í öflun jarðhita. Áratuga reynsla af borunum eftir jarðhita á Íslandi hefur skapað félaginu mikilvæga reynslu til að bjóða þjónustu sína erlendis. Félagið stendur að borframkvæmdum víða erlendis s.s. í Danmörku, Nýja Sjálandi, Þýskalandi, Karabíska hafinu og á Azoreyjum.

Um Stefni hf.

Stefnir hf. er stærsta sjóðastýringarfyrirtæki landsins með yfir 330 milljarða króna í virkri stýringu. Félagið rekur innlenda og alþjóðlega sjóði fyrir einstaklinga og fagfjárfesta auk þess að stýra félögum utan um framtaksfjárfestingar.
Til baka

Fleiri fréttir

16.janúar 2020

Góð blanda virkar á vaxtaverki

Í Viðskiptablaðinu í dag var birt áhugaverð grein eftir Magnús Örn Guðmundsson, forstöðumann blandaðra sjóða hjá Stefni.

15.janúar 2020

Framúrskarandi árangur sjóða Stefnis árið 2019

Þessa dagana er verið að birta auglýsingar í viðskiptablöðum og á samfélagsmiðlum um ávöxtun sjóða Stefnis.

25.október 2019

Stefnir er framúrskarandi fyrirtæki 2019

Stefnir var valið eitt af framúrskarandi fyrirtækjum á Íslandi samkvæmt greiningu Creditinfo. Stefnir hefur hlotið þessa viðurkenningu frá árinu 2012 og er...

Þessi síða notar vafrakökur. Lesa meira