Frétt

09. maí 2012

Nýr framtakssjóður í rekstri Stefnis kaupir húseignina við Borgartún 37

Nýr framtakssjóður í rekstri Stefnis kaupir húseignina við Borgartún 37
Nýr framtakssjóður, sem einbeitir sér að fjárfestingum í völdum fasteignum, hefur keypt húseignina við Borgartún 37 í Reykjavík. Fasteignin er um 6.500 m2 að stærð og hýsir höfuðstöðvar Nýherja en seljandi eignarinnar er Miðengi, dótturfélag Íslandsbanka.

Stefnir hf hefur á undanförnum misserum unnið að stofnun framtakssjóðsins sem nefnist SRE II og hefur að aðalmarkmiði að fjárfesta í vel staðsettu atvinnuhúsnæði með langtíma-leigusamninga við trausta leigutaka. Áætlanir gera ráð fyrir að geta sjóðsins til fjárfestinga verði vel yfir 10 milljörðum króna en Borgartún 37 er fyrsta eign sjóðsins. Þess má geta að SRE II er á lokametrunum við gerð áreiðanleikakönnunar við aðra eign sjóðsins sem er sambærileg fyrstu eign hans.

Vaxandi tækifæri á markaðnum
Framundan er mikil endurskipulagning á eignarhaldi atvinnuhúsnæðis hér á landi og hyggst Stefnir vera í fararbroddi í því ferli, líkt og í fjárfestingum sem tengjast endurskipulagningu á íslenskum fyrirtækjum en framtakssjóðir á vegum Stefnis hafa meðal annars leitt kaup í Sjóvá, Högum og Jarðborunum. Fjárfesting í fasteigninni við Borgartún 37 fellur vel að þeim markmiðum. Eitt af því sem einkennir íslenska markaðinn er að hlutfall atvinnuhúsnæðis af heildareignum stofnanafjárfesta á Íslandi er umtalsvert lægra en við sjáum í löndum umhverfis okkur. Vaxandi tækifæri eru fyrir stofnanafjárfesta til fjárfestinga hérlendis í traustu atvinnuhúsnæði, hvort sem litið er til kaupa á húsnæði eða eignatryggðrar fjármögnunar með útgáfu verðtryggðra skuldabréfa.

Framtakssjóðurinn SRE II er annar sjóður Stefnis sem sérhæfir sig í fjárfestingum í íslensku atvinnuhúsnæði. Á síðasta ári stofnaði Stefnir sjóðinn SRE I sem festi kaup á fasteigninni við Þingvallastræti 23 á Akureyri þar sem Icelandair Hótel Akureyri er til húsa. Eigendur SRE I eru margir af stærstu stofnanafjárfestum landsins.
Til baka

Fleiri fréttir

15.janúar 2024

100% afsláttur af sjóðum til 5. febrúar

Í tilefni af verkefninu Konur fjárfestum er engin þóknun við kaup á sjóðum Stefnis frá 12. janúar til og með 5. febrúar 2024. Afslátturinn af þóknun gildir við...

29.ágúst 2023

Stefnir birtir fjármagnaðan útblástur gróðurhúsalofttegunda

Stefnir stýrir fjármunum fyrir hönd viðskiptavina sinna og leggur ríka áherslu á að gera það með ábyrgum og gagnsæjum hætti.

09.ágúst 2023

Stefnir styrkir Einvígið á Nesinu

Stefnir er stoltur styrktaraðili Einvígisins á Nesinu. Þetta árið hlaut Félag áhugafólks um Downs-heilkennið styrk Stefnis og Birgir Björn úr GK var sigurvegari...