Frétt

24. janúar 2013

Stefnir lýkur fjármögnun á 7,5 milljarða framtakssjóði

Stefnir hf. hefur nú lokið fjármögnun á 7,5 milljarða framtakssjóði, Stefni íslenska athafnasjóðnum II (SÍA II). Hluthafar í sjóðnum eru um 30 talsins og samanstanda af lífeyrissjóðum, fjármálafyrirtækjum og fagfjárfestum. Stefnir hefur ásamt meðfjárfestum verið leiðandi í framtaksfjárfestingum og fjárfest fyrir samtals rúmlega 16 milljarða í íslensku atvinnulífi. 

Stefna SÍA II er að fjárfesta í óskráðum fyrirtækjum sem hafa sýnt fram á góðan rekstargrundvöll og hafa tækifæri til frekari virðisaukningar fyrir hluthafa. Mikil þörf er fyrir aukið eigið fé í íslensku atvinnulífi til að efla fjárfestingar, stuðla að vexti og takast á við breytt rekstrarumhverfi. 

SÍA II framtakssjóðurinn er stofnaður í framhaldi af SÍA I sem var um 3,4 milljarðar króna að stærð en hefur ásamt meðfjárfestum fjárfest fyrir rúmlega 16 ma.kr. í Högum, Sjóvá, 66° Norður og Jarðborunum. SÍA I hefur nú þegar selt hluti sína í 66° Norður auk þess sem sjóðurinn hefur afhent sjóðsfélögum öll hlutabréf sín í Högum, en sú fjárfesting nam um þriðjungi af heildarstærð sjóðsins. Sjóðurinn stefnir að því, ásamt meðfjárfestum, að skrá hluti sína í Sjóvá í Kauphöllina fyrir árslok en samalagður eignarhlutur aðila er um 73% í gegnum samlagshlutafélagið SF I.

Til baka

Fleiri fréttir

16.janúar 2020

Góð blanda virkar á vaxtaverki

Í Viðskiptablaðinu í dag var birt áhugaverð grein eftir Magnús Örn Guðmundsson, forstöðumann blandaðra sjóða hjá Stefni.

15.janúar 2020

Framúrskarandi árangur sjóða Stefnis árið 2019

Þessa dagana er verið að birta auglýsingar í viðskiptablöðum og á samfélagsmiðlum um ávöxtun sjóða Stefnis.

25.október 2019

Stefnir er framúrskarandi fyrirtæki 2019

Stefnir var valið eitt af framúrskarandi fyrirtækjum á Íslandi samkvæmt greiningu Creditinfo. Stefnir hefur hlotið þessa viðurkenningu frá árinu 2012 og er...

Þessi síða notar vafrakökur. Lesa meira