Frétt

24. janúar 2013

Stefnir lýkur fjármögnun á 7,5 milljarða framtakssjóði

Stefnir lýkur fjármögnun á 7,5 milljarða framtakssjóði

Stefnir hf. hefur nú lokið fjármögnun á 7,5 milljarða framtakssjóði, Stefni íslenska athafnasjóðnum II (SÍA II). Hluthafar í sjóðnum eru um 30 talsins og samanstanda af lífeyrissjóðum, fjármálafyrirtækjum og fagfjárfestum. Stefnir hefur ásamt meðfjárfestum verið leiðandi í framtaksfjárfestingum og fjárfest fyrir samtals rúmlega 16 milljarða í íslensku atvinnulífi. 

Stefna SÍA II er að fjárfesta í óskráðum fyrirtækjum sem hafa sýnt fram á góðan rekstargrundvöll og hafa tækifæri til frekari virðisaukningar fyrir hluthafa. Mikil þörf er fyrir aukið eigið fé í íslensku atvinnulífi til að efla fjárfestingar, stuðla að vexti og takast á við breytt rekstrarumhverfi. 

SÍA II framtakssjóðurinn er stofnaður í framhaldi af SÍA I sem var um 3,4 milljarðar króna að stærð en hefur ásamt meðfjárfestum fjárfest fyrir rúmlega 16 ma.kr. í Högum, Sjóvá, 66° Norður og Jarðborunum. SÍA I hefur nú þegar selt hluti sína í 66° Norður auk þess sem sjóðurinn hefur afhent sjóðsfélögum öll hlutabréf sín í Högum, en sú fjárfesting nam um þriðjungi af heildarstærð sjóðsins. Sjóðurinn stefnir að því, ásamt meðfjárfestum, að skrá hluti sína í Sjóvá í Kauphöllina fyrir árslok en samalagður eignarhlutur aðila er um 73% í gegnum samlagshlutafélagið SF I.

Til baka

Fleiri fréttir

15.janúar 2024

100% afsláttur af sjóðum til 5. febrúar

Í tilefni af verkefninu Konur fjárfestum er engin þóknun við kaup á sjóðum Stefnis frá 12. janúar til og með 5. febrúar 2024. Afslátturinn af þóknun gildir við...

29.ágúst 2023

Stefnir birtir fjármagnaðan útblástur gróðurhúsalofttegunda

Stefnir stýrir fjármunum fyrir hönd viðskiptavina sinna og leggur ríka áherslu á að gera það með ábyrgum og gagnsæjum hætti.

09.ágúst 2023

Stefnir styrkir Einvígið á Nesinu

Stefnir er stoltur styrktaraðili Einvígisins á Nesinu. Þetta árið hlaut Félag áhugafólks um Downs-heilkennið styrk Stefnis og Birgir Björn úr GK var sigurvegari...