Frétt

06. mars 2013

Guðjón Ármann Guðjónsson nýr forstöðumaður hlutabréfa hjá Stefni.

Guðjón Ármann Guðjónsson nýr forstöðumaður hlutabréfa hjá Stefni.
Guðjón Ármann Guðjónsson hefur verið ráðinn sem nýr forstöðumaður hlutabréfateymis Stefnis. Guðjón hefur starfað hjá félaginu frá 2005 og hefur þrettán ára starfsreynslu úr eignastýringu, lengst af sem sjóðstjóri innlendra og erlendra verðbréfa- og fjárfestingarsjóða. 

Undanfarin ár hefur Guðjón verið starfsmaður í hlutabréfateymi Stefnis og komið að stýringu á öllum afurðum teymisins ásamt því að sinna starfi sjóðstjóra á helstu verðbréfasjóðum. Guðjón hefur B.Sc. í fjármálafræðum frá CCU í S-Karólínu og hefur auk þess lokið verðbréfanámi.

Til baka

Fleiri fréttir

11.september 2025

Hálfsársbréf frá framkvæmdastjóra Stefnis til eigenda í sjóðum

Meðfylgjandi er fyrsta hálfsárs-bréf framkvæmdastjóra Stefnis. Þar er farið yfir helstu atriði í rekstri Stefnis, stöðu á verðbréfamörkuðum og hugleiðingar um...

20.júní 2025

Stefnir leitar að sérfræðingum í áhugaverð störf

Leitað er að einstaklingum með brennandi áhuga á sjóðastýringu og íslensku atvinnu- og efnahagslífi. Um er að ræða starf sérfræðings í almenn störf innan...

03.júní 2025

Stefnir og HILI hefja samstarf um fyrsta íbúðasjóð Íslands í sameignarformi

Stefnir hf. hefur gert samstarfssamning við HILI með það að markmiði að opna aðgang að nýjum eignaflokki fyrir fjárfesta með því að fjárfesta í vönduðum...