Frétt

05. apríl 2013

Nýr forstöðumaður skuldabréfa hjá Stefni

Nýr forstöðumaður skuldabréfa hjá Stefni

Jón Finnbogason hefur verið ráðinn forstöðumaður skuldabréfa hjá Stefni. Jafnframt mun Jón gegna stöðu staðgengils framkvæmdastjóra. 

Jón starfaði áður sem aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptabankasviðs Íslandsbanka og þar áður sem forstjóri Byrs hf. Áður en Jón gekk til liðs við Byr var hann starfsmaður Rekstrarfélags Kaupþings banka (nú Stefnir) sem sjóðstjóri sérhæfðra skuldabréfasjóða. Einnig starfaði Jón við stöðutöku og viðskiptavakt á skuldabréfamarkaði hjá eigin viðskiptum Kaupþings. Jón hefur starfað á fjármálamarkaði frá árinu 1998. Jón útskrifaðist sem lögfræðingur frá HÍ 1998 og fékk lögmannsréttindi árið 2002. Jafnframt hefur hann lokið verðbréfanámi. Jón hefur jafnframt setið í stjórnum fjölmargra fyrirtækja og stofnana.

Jón hefur verið formaður íþróttafélagsins Gerplu frá árinu 2006. Jón er giftur Lindu Björk Logadóttur og eiga þau fimm börn.

Stefnir hf. er stærsta sjóðastýringarfyrirtæki landsins með yfir 400 milljarða króna í virkri stýringu. Hlutverk félagsins er að stýra fjármunum í eigu viðskiptavina með hagsmuni þeirra að leiðarljósi. Stefnir þjónar jafnt einstaklingum sem fagfjárfestum. Félagið var stofnað árið 1996. 

Hjá Stefni starfa 19 sérfræðingar í fjórum teymum við stýringu á fjölbreyttu úrvali verðbréfa-, fjárfestinga- og fagfjárfestasjóða. Einnig stýrir félagið eignum nokkurra samlagshlutafélaga sem stofnuð hafa verið í kringum framtaksfjárfestingar. 

Til baka

Fleiri fréttir

28.október 2025

Sjóðir Premíu: Ný nöfn, breytt fjárfestingarstefna og nýir flokkar þóknana

Stefnir hf. hefur á síðustu misserum ráðist í markvissar aðgerðir til að lækka gjöld hjá sjóðum félagsins.

11.september 2025

Hálfsársbréf frá framkvæmdastjóra Stefnis til eigenda í sjóðum

Meðfylgjandi er fyrsta hálfsárs-bréf framkvæmdastjóra Stefnis. Þar er farið yfir helstu atriði í rekstri Stefnis, stöðu á verðbréfamörkuðum og hugleiðingar um...

20.júní 2025

Stefnir leitar að sérfræðingum í áhugaverð störf

Leitað er að einstaklingum með brennandi áhuga á sjóðastýringu og íslensku atvinnu- og efnahagslífi. Um er að ræða starf sérfræðings í almenn störf innan...