Frétt

05. apríl 2013

Nýr forstöðumaður skuldabréfa hjá Stefni

Nýr forstöðumaður skuldabréfa hjá Stefni

Jón Finnbogason hefur verið ráðinn forstöðumaður skuldabréfa hjá Stefni. Jafnframt mun Jón gegna stöðu staðgengils framkvæmdastjóra. 

Jón starfaði áður sem aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptabankasviðs Íslandsbanka og þar áður sem forstjóri Byrs hf. Áður en Jón gekk til liðs við Byr var hann starfsmaður Rekstrarfélags Kaupþings banka (nú Stefnir) sem sjóðstjóri sérhæfðra skuldabréfasjóða. Einnig starfaði Jón við stöðutöku og viðskiptavakt á skuldabréfamarkaði hjá eigin viðskiptum Kaupþings. Jón hefur starfað á fjármálamarkaði frá árinu 1998. Jón útskrifaðist sem lögfræðingur frá HÍ 1998 og fékk lögmannsréttindi árið 2002. Jafnframt hefur hann lokið verðbréfanámi. Jón hefur jafnframt setið í stjórnum fjölmargra fyrirtækja og stofnana.

Jón hefur verið formaður íþróttafélagsins Gerplu frá árinu 2006. Jón er giftur Lindu Björk Logadóttur og eiga þau fimm börn.

Stefnir hf. er stærsta sjóðastýringarfyrirtæki landsins með yfir 400 milljarða króna í virkri stýringu. Hlutverk félagsins er að stýra fjármunum í eigu viðskiptavina með hagsmuni þeirra að leiðarljósi. Stefnir þjónar jafnt einstaklingum sem fagfjárfestum. Félagið var stofnað árið 1996. 

Hjá Stefni starfa 19 sérfræðingar í fjórum teymum við stýringu á fjölbreyttu úrvali verðbréfa-, fjárfestinga- og fagfjárfestasjóða. Einnig stýrir félagið eignum nokkurra samlagshlutafélaga sem stofnuð hafa verið í kringum framtaksfjárfestingar. 

Til baka

Fleiri fréttir

15.janúar 2024

100% afsláttur af sjóðum til 5. febrúar

Í tilefni af verkefninu Konur fjárfestum er engin þóknun við kaup á sjóðum Stefnis frá 12. janúar til og með 5. febrúar 2024. Afslátturinn af þóknun gildir við...

29.ágúst 2023

Stefnir birtir fjármagnaðan útblástur gróðurhúsalofttegunda

Stefnir stýrir fjármunum fyrir hönd viðskiptavina sinna og leggur ríka áherslu á að gera það með ábyrgum og gagnsæjum hætti.

09.ágúst 2023

Stefnir styrkir Einvígið á Nesinu

Stefnir er stoltur styrktaraðili Einvígisins á Nesinu. Þetta árið hlaut Félag áhugafólks um Downs-heilkennið styrk Stefnis og Birgir Björn úr GK var sigurvegari...