Frétt

01. júlí 2013

Stjórnarhættir Stefnis áfram til fyrirmyndar

Stefnir hf. hefur hlotið endurnýjun viðurkenningar sem Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum. En árið 2012 var Stefnir hf. fyrst allra fyrirtækja til að hljóta slíka viðurkenningu. Viðurkenningin er veitt af Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti við Háskóla Íslands og byggir á úttekt endurskoðunarfyrirtækisins KPMG ehf. Í umsögn Rannsóknarmiðstöðvarinnar segir að Stefnir hf. geti verið öðrum fyrirtækjum til fyrirmyndar þegar kemur að góðum stjórnarháttum. Úttektin sýnir að stjórn félagsins hefur brugðist við þeim tillögum sem Rannsóknarmiðstöðin lagði til í umsögn um stjórnarhætti félagsins árið 2012. 

 Eins og áður er Stefnir hf. til fyrirmyndar á Íslandi þegar kemur að góðum stjórnarháttum.

Hægt er að lesa tilkynninguna hér.

Til baka

Fleiri fréttir

25.ágúst 2020

Fermingarbörn fá mótframlag ef þau kaupa í sjóðum Stefnis

Ef lagðar eru inn 30.000 kr. eða meira í einhvern af sjóðum Stefnis þá fær fermingarbarnið 6.000 kr. mótframlag sem fermingargjöf.

29.júlí 2020

Jóhann Möller ráðinn framkvæmdastjóri Stefnis

Jóhann Möller hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Stefnis hf. og mun taka við starfinu 1. ágúst. Jóhann hefur starfað á fjármálamarkaði í 20 ár og hjá Stefni...

08.júlí 2020

Ávöxtun sjóða Stefnis 30.06.2020

Stefnir hefur birt ávöxtun m.v. 30.06.2020. Samantektina má sjá hérna fyrir neðan.

Þessi síða notar vafrakökur. Lesa meira