Frétt

01. júlí 2013

Stjórnarhættir Stefnis áfram til fyrirmyndar

Stefnir hf. hefur hlotið endurnýjun viðurkenningar sem Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum. En árið 2012 var Stefnir hf. fyrst allra fyrirtækja til að hljóta slíka viðurkenningu. Viðurkenningin er veitt af Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti við Háskóla Íslands og byggir á úttekt endurskoðunarfyrirtækisins KPMG ehf. Í umsögn Rannsóknarmiðstöðvarinnar segir að Stefnir hf. geti verið öðrum fyrirtækjum til fyrirmyndar þegar kemur að góðum stjórnarháttum. Úttektin sýnir að stjórn félagsins hefur brugðist við þeim tillögum sem Rannsóknarmiðstöðin lagði til í umsögn um stjórnarhætti félagsins árið 2012. 

 Eins og áður er Stefnir hf. til fyrirmyndar á Íslandi þegar kemur að góðum stjórnarháttum.

Hægt er að lesa tilkynninguna hér.

Til baka

Fleiri fréttir

16.janúar 2020

Góð blanda virkar á vaxtaverki

Í Viðskiptablaðinu í dag var birt áhugaverð grein eftir Magnús Örn Guðmundsson, forstöðumann blandaðra sjóða hjá Stefni.

15.janúar 2020

Framúrskarandi árangur sjóða Stefnis árið 2019

Þessa dagana er verið að birta auglýsingar í viðskiptablöðum og á samfélagsmiðlum um ávöxtun sjóða Stefnis.

25.október 2019

Stefnir er framúrskarandi fyrirtæki 2019

Stefnir var valið eitt af framúrskarandi fyrirtækjum á Íslandi samkvæmt greiningu Creditinfo. Stefnir hefur hlotið þessa viðurkenningu frá árinu 2012 og er...

Þessi síða notar vafrakökur. Lesa meira