Frétt

17. janúar 2014

Stefnir hf. sýknaður af kröfum LBI hf.

Stefnir hf. hefur, með dómum Hæstaréttar Íslands, verið sýknaður af kröfum LBI hf. 

Dómkröfur LBI voru þær að Stefni hf., f.h. tveggja sjóða í rekstri félagsins, yrði gert að þola riftun og endurgreiðslu vegna útgreiðslu tveggja peningamarkaðsinnlána sem voru á gjalddaga 7. október 2008. Kröfum LBI hf. hefur, með dómum Hæstaréttar sem kveðnir voru upp hinn 16. janúar 2014, verið hafnað.

Málanna hefur verið getið í árs- og árshlutareikningum félagsins sl. misseri. Stefnir hf. hefur staðið straum af kostnaði vegna málarekstursins og eru áhrif þeirra á rekstur og gengi þeirra verðbréfasjóða sem í hlut eiga engin.

Til baka

Fleiri fréttir

16.janúar 2020

Góð blanda virkar á vaxtaverki

Í Viðskiptablaðinu í dag var birt áhugaverð grein eftir Magnús Örn Guðmundsson, forstöðumann blandaðra sjóða hjá Stefni.

15.janúar 2020

Framúrskarandi árangur sjóða Stefnis árið 2019

Þessa dagana er verið að birta auglýsingar í viðskiptablöðum og á samfélagsmiðlum um ávöxtun sjóða Stefnis.

25.október 2019

Stefnir er framúrskarandi fyrirtæki 2019

Stefnir var valið eitt af framúrskarandi fyrirtækjum á Íslandi samkvæmt greiningu Creditinfo. Stefnir hefur hlotið þessa viðurkenningu frá árinu 2012 og er...

Þessi síða notar vafrakökur. Lesa meira