Frétt

17. janúar 2014

Stefnir hf. sýknaður af kröfum LBI hf.

Stefnir hf. sýknaður af kröfum LBI hf.
Stefnir hf. hefur, með dómum Hæstaréttar Íslands, verið sýknaður af kröfum LBI hf. 

Dómkröfur LBI voru þær að Stefni hf., f.h. tveggja sjóða í rekstri félagsins, yrði gert að þola riftun og endurgreiðslu vegna útgreiðslu tveggja peningamarkaðsinnlána sem voru á gjalddaga 7. október 2008. Kröfum LBI hf. hefur, með dómum Hæstaréttar sem kveðnir voru upp hinn 16. janúar 2014, verið hafnað.

Málanna hefur verið getið í árs- og árshlutareikningum félagsins sl. misseri. Stefnir hf. hefur staðið straum af kostnaði vegna málarekstursins og eru áhrif þeirra á rekstur og gengi þeirra verðbréfasjóða sem í hlut eiga engin.

Til baka

Fleiri fréttir

15.janúar 2024

100% afsláttur af sjóðum til 5. febrúar

Í tilefni af verkefninu Konur fjárfestum er engin þóknun við kaup á sjóðum Stefnis frá 12. janúar til og með 5. febrúar 2024. Afslátturinn af þóknun gildir við...

29.ágúst 2023

Stefnir birtir fjármagnaðan útblástur gróðurhúsalofttegunda

Stefnir stýrir fjármunum fyrir hönd viðskiptavina sinna og leggur ríka áherslu á að gera það með ábyrgum og gagnsæjum hætti.

09.ágúst 2023

Stefnir styrkir Einvígið á Nesinu

Stefnir er stoltur styrktaraðili Einvígisins á Nesinu. Þetta árið hlaut Félag áhugafólks um Downs-heilkennið styrk Stefnis og Birgir Björn úr GK var sigurvegari...