Frétt

30. júní 2014

Lokaútgreiðsla og slit Hávaxtasjóðs

Lokaútgreiðsla og slit Hávaxtasjóðs
Hávaxtasjóður hefur verið í slitameðferð frá október 2008 og hefur andvirði eigna sjóðsins verið greitt til hlutdeildarskírteinishafa í áföngum. Þann 30.06.2014 fór fram lokaútgreiðsla til hlutdeildarskírteinishafa sjóðsins og var sjóðnum slitið í kjölfarið.

Allar eignir sjóðsins hafa verið seldar en í þeim tilfellum þar sem ekki var gert ráð fyrir frekari endurheimtum voru eignir niðurfærðar að fullu.

Meiri hluti eigna í sjóðnum voru fullnustueignir, þar sem skuldabréfum var breytt í hlutafé í kjölfar nauðasamninga útgefenda.

Sjóðurinn átti um 718 m.kr. í lausafé sem var greitt út í hlutfalli við eign hvers og eins. Endurheimtur hlutdeildarskírteinishafa úr Hávaxtasjóði námu samanlagt 33,86%.

Frekari upplýsingar veitir starfsfólk Verðbréfaþjónustu Arion banka í síma 444 7000 en einnig er hægt að senda fyrirspurn á netfangið verdbrefathjonusta@arionbanki.is
Til baka

Fleiri fréttir

11.september 2025

Hálfsársbréf frá framkvæmdastjóra Stefnis til eigenda í sjóðum

Meðfylgjandi er fyrsta hálfsárs-bréf framkvæmdastjóra Stefnis. Þar er farið yfir helstu atriði í rekstri Stefnis, stöðu á verðbréfamörkuðum og hugleiðingar um...

20.júní 2025

Stefnir leitar að sérfræðingum í áhugaverð störf

Leitað er að einstaklingum með brennandi áhuga á sjóðastýringu og íslensku atvinnu- og efnahagslífi. Um er að ræða starf sérfræðings í almenn störf innan...

03.júní 2025

Stefnir og HILI hefja samstarf um fyrsta íbúðasjóð Íslands í sameignarformi

Stefnir hf. hefur gert samstarfssamning við HILI með það að markmiði að opna aðgang að nýjum eignaflokki fyrir fjárfesta með því að fjárfesta í vönduðum...