Frétt
Stefnir birtir atkvæðagreiðslu sína á hluthafafundum
Í anda góðra stjórnarhátta og þess gagnsæis sem Stefnir vill stuðla að í starfsemi sinni geta hlutdeildarskírteinishafar nú nálgast upplýsingar um hvernig atkvæðagreiðslum fyrir hönd sjóða í rekstri félagsins er háttað á hluthafafundum skráðra hlutafélaga.
Stefnir setti sér fyrst reglur um meðferð umboðsatkvæða sjóða í rekstri félagsins árið 2013. Reglurnar hafa verið uppfærðar og má nálgast nýjustu útgáfu þeirra hér.
Skýrsla um atkvæðagreiðslu Stefnis í öllum dagskrárliðum hluthafafunda skráðra félaga má nálgast hér.
Flóki Halldórsson, framkvæmdastjóri Stefnis svarar góðfúslega spurningum um stjórnarhætti Stefnis og meðferð umboðsatkvæða félagsins með tölvupósti floki.halldorsson(at)stefnir.is.
Fleiri fréttir
17.desember 2025
Stefnir styður við aukið aðgengi að íbúðum í sameignarformi
Stefnir hefur gert breytingar á sameignarforminu sem sex sjóðir í rekstri fyrirtækisins hafa boðið fasteignarkaupendum í samvinnu við byggingaraðila...
20.nóvember 2025
Stefnir lýkur fjármögnun á fimmta framtakssjóði SÍA
Stefnir hf. hefur lokið fjármögnun á framtakssjóðnum SÍA V. Áskriftir í sjóðinn námu rúmum 15,2 ma.kr., en fjárfestar sjóðsins eru að mestu stofnanafjárfestar...
28.október 2025
Sjóðir Premíu: Ný nöfn, breytt fjárfestingarstefna og nýir flokkar þóknana
Stefnir hf. hefur á síðustu misserum ráðist í markvissar aðgerðir til að lækka gjöld hjá sjóðum félagsins.