Frétt

17. apríl 2015

Stefnir birtir atkvæðagreiðslu sína á hluthafafundum

Stefnir birtir atkvæðagreiðslu sína á hluthafafundum

Í anda góðra stjórnarhátta og þess gagnsæis sem Stefnir vill stuðla að í starfsemi sinni geta hlutdeildarskírteinishafar nú nálgast upplýsingar um hvernig atkvæðagreiðslum fyrir hönd sjóða í rekstri félagsins er háttað á hluthafafundum skráðra hlutafélaga.

Stefnir setti sér fyrst reglur um meðferð umboðsatkvæða sjóða í rekstri félagsins árið 2013. Reglurnar hafa verið uppfærðar og má nálgast nýjustu útgáfu þeirra hér.

Skýrsla um atkvæðagreiðslu Stefnis í öllum dagskrárliðum hluthafafunda skráðra félaga má nálgast hér.

Flóki Halldórsson, framkvæmdastjóri Stefnis svarar góðfúslega spurningum um stjórnarhætti Stefnis og meðferð umboðsatkvæða félagsins með tölvupósti floki.halldorsson(at)stefnir.is.



Til baka

Fleiri fréttir

20.júní 2025

Stefnir leitar að sérfræðingum í áhugaverð störf

Leitað er að einstaklingum með brennandi áhuga á sjóðastýringu og íslensku atvinnu- og efnahagslífi. Um er að ræða starf sérfræðings í almenn störf innan...

03.júní 2025

Stefnir og HILI hefja samstarf um fyrsta íbúðasjóð Íslands í sameignarformi

Stefnir hf. hefur gert samstarfssamning við HILI með það að markmiði að opna aðgang að nýjum eignaflokki fyrir fjárfesta með því að fjárfesta í vönduðum...

15.apríl 2025

Engin upphafsþóknun eða lágmarkskaup í sjóðum Stefnis

Stefnir hefur fellt niður upphafsþóknun vegna viðskipta í sjóðum félagsins þegar viðskipti eiga sér stað í gegnum Arion appið eða netbanka þar sem ekkert...