Frétt

17. apríl 2015

Stefnir birtir atkvæðagreiðslu sína á hluthafafundum

Í anda góðra stjórnarhátta og þess gagnsæis sem Stefnir vill stuðla að í starfsemi sinni geta hlutdeildarskírteinishafar nú nálgast upplýsingar um hvernig atkvæðagreiðslum fyrir hönd sjóða í rekstri félagsins er háttað á hluthafafundum skráðra hlutafélaga.

Stefnir setti sér fyrst reglur um meðferð umboðsatkvæða sjóða í rekstri félagsins árið 2013. Reglurnar hafa verið uppfærðar og má nálgast nýjustu útgáfu þeirra hér.

Skýrsla um atkvæðagreiðslu Stefnis í öllum dagskrárliðum hluthafafunda skráðra félaga má nálgast hér.

Flóki Halldórsson, framkvæmdastjóri Stefnis svarar góðfúslega spurningum um stjórnarhætti Stefnis og meðferð umboðsatkvæða félagsins með tölvupósti floki.halldorsson(at)stefnir.is.Til baka

Fleiri fréttir

16.október 2020

Unga fólkið vill grænar fjárfestingar

Kristbjörg Kristinsdóttir, rekstrarstjóri Stefnis, ræddi við Viðskiptablaðið um árangur og markmið Stefnis. Þar kemur hún til að mynda inná það að Stefnir er...

08.október 2020

Stefnir hlýtur viðurkenningar fyrir árangur í rekstri

Stefnir er níunda árið í röð í 2% hópi íslenskra fyrirtækja sem uppfylla ströng skilyrði greiningar hjá Creditinfo um Framúrskarandi fyrirtækið árið 2020.

25.ágúst 2020

Fermingarbörn fá mótframlag ef þau kaupa í sjóðum Stefnis

Ef lagðar eru inn 30.000 kr. eða meira í einhvern af sjóðum Stefnis þá fær fermingarbarnið 6.000 kr. mótframlag sem fermingargjöf.

Þessi síða notar vafrakökur. Lesa meira