Frétt

05. ágúst 2015

LFEST1 10 1

Þann 12. júní sl. tilkynnti fagfjárfestasjóðurinn LFEST1 Borgartún (kt. 610510-9810), hér eftir sjóðurinn, um að LF1 ehf. (kt. 640809-0350), hér eftir lántaki, hafi þann sama dag tilkynnt sjóðnum um að hann muni nýta sér rétt til uppgreiðslu skuldabréfaflokksins LFEST1 10 1. Lántaki sjóðsins er í eigu Landfesta ehf. (kt. 440805-0270) sem er í eigu Eik fasteignafélags hf. (kt. 590902-3730).

Í framhaldi af framangreindri tilkynningu um fyrirhugaða uppgreiðslu á LFEST1 10 1 hafa forsvarsmenn sjóðsins og lántaka rætt saman um hugsanlegar skilmálabreytingar á lánasamningi milli aðila. Í samræmi við skilmála LFEST1 10 1 getur sjóðurinn ekki samþykkt skilmálabreytingar á lánasamningi í eigu sjóðsins nema að fengnu samþykki eigenda skuldabréfaflokksins LFEST1 10 1.

Lántaki hefur ráðið H.F. Verðbréf sem ráðgjafa vegna hugsanlegrar skilmálabreytingar milli aðila.

Frekari upplýsingar veitir Jón Finnbogason (jon.finnbogason@stefnir.is), forstöðumaður skuldabréfa hjá Stefni hf.
Til baka

Fleiri fréttir

14.janúar 2021

Ávöxtun sjóða Stefnis árið 2020

Stefnir hefur birt ávöxtun m.v. árið 2020. Samantektina má sjá hérna fyrir neðan.

04.desember 2020

Nýir starfsmenn hjá Stefni hf.

Nýlega hafa fjórir nýir starfsmenn gengið til liðs við Stefni. Þessi reynslumikli hópur mun styrkja Stefni í áframhaldandi sókn sem leiðandi...

27.nóvember 2020

Stefnir – Vaxtasjóður, nýr sjóður hjá Stefni sem fjárfestir í dreifðu safni skuldabréfa

Stefnir hefur stofnað nýjan fjárfestingarsjóð, Stefni – Vaxtasjóð. Sjóðurinn fjárfestir í dreifðu safni innlendra og erlendra skuldabréfa útgefnum af...

Þessi síða notar vafrakökur. Lesa meira