Frétt
Fasteignasjóðir í rekstri Stefnis selja eignir til Reita fasteignafélags hf.
Reitir fasteignafélag hf. hefur ákveðið að ganga til samninga við eigendur fasteignasjóðanna SRE I slhf. og SRE II slhf. sem eru í rekstri Stefnis hf., um kaup Reita á tilteknum fasteignafélögum. Heildarvirði kaupanna er samtals 17.980 m.kr. og verður að fullu fjármagnað með lánsfé og yfirtöku áhvílandi skulda. Um er að ræða tæplega 37.500 fermetra af vönduðu húsnæði ásamt byggingarrétti.
Fréttatilkynning Reita fasteignafélags hf.
Eigendur fasteignasjóðanna eru margir af stærstu stofnanafjárfestum landsins.
Framkvæmdastjórar SRE II slhf. eru Helen Ólafsdóttir og Þórhallur Hinriksson.
Frekari upplýsingar veitir Flóki Halldórsson, framkvæmdastjóri Stefnis í síma 856-7464
Fleiri fréttir
17.desember 2025
Stefnir styður við aukið aðgengi að íbúðum í sameignarformi
Stefnir hefur gert breytingar á sameignarforminu sem sex sjóðir í rekstri fyrirtækisins hafa boðið fasteignarkaupendum í samvinnu við byggingaraðila...
20.nóvember 2025
Stefnir lýkur fjármögnun á fimmta framtakssjóði SÍA
Stefnir hf. hefur lokið fjármögnun á framtakssjóðnum SÍA V. Áskriftir í sjóðinn námu rúmum 15,2 ma.kr., en fjárfestar sjóðsins eru að mestu stofnanafjárfestar...
28.október 2025
Sjóðir Premíu: Ný nöfn, breytt fjárfestingarstefna og nýir flokkar þóknana
Stefnir hf. hefur á síðustu misserum ráðist í markvissar aðgerðir til að lækka gjöld hjá sjóðum félagsins.