Frétt
Anna Kristjánsdóttir nýr forstöðumaður skuldabréfa hjá Stefni
Anna Kristjánsdóttir hefur tekið við starfi forstöðumanns skuldabréfa hjá Stefni. Anna er einn reynslumesti skuldabréfasérfræðingur landsins og hefur starfað við stýringu skuldabréfa frá árinu 2002 þegar hún hóf störf hjá Búnaðarbankanum Verðbréfum. Hún hefur því starfað hjá Stefni og forverum í fimmtán ár og þekkir vel til allra skuldabréfasjóða félagsins. Skuldabréfateymi Stefnis stýrir fjölbreyttu úrvali sjóða sem samanlagt eru yfir 230 milljarðar að stærð. Um er að ræða opna sjóði sem seldir eru til almennings og fyrirtækja sem og sérhæfða fagfjárfestasjóði.
Anna er viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og hefur einnig lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. Í sumar mun hún útskrifast með meistaragráðu í fjármálum frá Háskóla Íslands.
Jón Finnbogason sem gegnt hefur starfi forstöðumanns skuldabréfasviðs frá árinu 2013 tekur á sama tíma við nýju starfi forstöðumanns lánaumsýslu hjá Arion banka hf.
Fleiri fréttir
28.október 2025
Sjóðir Premíu: Ný nöfn, breytt fjárfestingarstefna og nýir flokkar þóknana
Stefnir hf. hefur á síðustu misserum ráðist í markvissar aðgerðir til að lækka gjöld hjá sjóðum félagsins.
11.september 2025
Hálfsársbréf frá framkvæmdastjóra Stefnis til eigenda í sjóðum
Meðfylgjandi er fyrsta hálfsárs-bréf framkvæmdastjóra Stefnis. Þar er farið yfir helstu atriði í rekstri Stefnis, stöðu á verðbréfamörkuðum og hugleiðingar um...
20.júní 2025
Stefnir leitar að sérfræðingum í áhugaverð störf
Leitað er að einstaklingum með brennandi áhuga á sjóðastýringu og íslensku atvinnu- og efnahagslífi. Um er að ræða starf sérfræðings í almenn störf innan...