Frétt
Sameiningu Samvals og Eignastýringarsjóðs lokið
Í gær voru fjárfestingarsjóðirnir Stefnir – Eignastýringarsjóður og Stefnir – Samval sameinaðir undir nafni þess síðarnefnda.
Við sameininguna tók Samval við öllum eignum og skuldbindingum Eignastýringarsjóðs. Fyrir sameininguna voru tæplega fjögur þúsund hlutdeildarskírteinishafar í Samval og tæplega eitt þúsund í Eignastýringarsjóði. Sameinaður sjóður telur því hátt í fimm þúsund hlutdeildarskírteinishafa og er þar með fjölmennasti sjóður landsins en eignir sjóðsins eru um 8,5 milljarðar.
Ástæður sameiningarinnar eru breyttar áherslur í framboði sjóða Stefnis til einstaklinga. Samval fjárfestir samkvæmt fjárfestingarstefnu sinni í þeim eignaflokkum sem þykja henta best á hverjum tíma, m.a. í ríkisskuldabréfum, hlutabréfum og félögum sem fyrirhugað er að skrá á hlutabréfamarkað.
Fleiri fréttir
28.október 2025
Sjóðir Premíu: Ný nöfn, breytt fjárfestingarstefna og nýir flokkar þóknana
Stefnir hf. hefur á síðustu misserum ráðist í markvissar aðgerðir til að lækka gjöld hjá sjóðum félagsins.
11.september 2025
Hálfsársbréf frá framkvæmdastjóra Stefnis til eigenda í sjóðum
Meðfylgjandi er fyrsta hálfsárs-bréf framkvæmdastjóra Stefnis. Þar er farið yfir helstu atriði í rekstri Stefnis, stöðu á verðbréfamörkuðum og hugleiðingar um...
20.júní 2025
Stefnir leitar að sérfræðingum í áhugaverð störf
Leitað er að einstaklingum með brennandi áhuga á sjóðastýringu og íslensku atvinnu- og efnahagslífi. Um er að ræða starf sérfræðings í almenn störf innan...