Frétt

02. ágúst 2017

Stefnir – Erlend hlutabréf -ISK og -EUR og Stefnir – Scandinavian Fund sameinast

Stefnir – Erlend hlutabréf -ISK og -EUR og Stefnir – Scandinavian Fund sameinast

Verðbréfasjóðirnir Stefnir – Erlend hlutabréf –ISK og –EUR og Stefnir – Scandinavian Fund verða sameinaðir þann 31. ágúst nk. undir nafni síðarnefnda sjóðsins. Við sameininguna tekur Stefnir - Scandinavian Fund við öllum eignum og skuldbindingum sjóðanna sem í kjölfarið verður slitið. Hægt er að eiga viðskipti með Stefni – Erlend hlutabréf –ISK og -EUR til og með 23. ágúst nk.

Með samrunanum er vöruframboð erlendra sjóða einfaldað auk þess sem nokkurt hagræði næst í rekstri sjóðanna. Eftir samruna munu hlutdeildarskírteinishafar njóta krafta stærri sjóðs en áður.

Stefnir – Scandinavian Fund fjárfestir að stærstum hluta í bréfum fyrirtækja sem tilheyra Skandinavíu, og hefur að auki heimild til fjárfestingar í bréfum fyrirtækja í Eystrasaltsríkjunum. Sjóðurinn hentar stofnanafjárfestum, fyrirtækjum og einstaklingum.

Til baka

Fleiri fréttir

11.september 2025

Hálfsársbréf frá framkvæmdastjóra Stefnis til eigenda í sjóðum

Meðfylgjandi er fyrsta hálfsárs-bréf framkvæmdastjóra Stefnis. Þar er farið yfir helstu atriði í rekstri Stefnis, stöðu á verðbréfamörkuðum og hugleiðingar um...

20.júní 2025

Stefnir leitar að sérfræðingum í áhugaverð störf

Leitað er að einstaklingum með brennandi áhuga á sjóðastýringu og íslensku atvinnu- og efnahagslífi. Um er að ræða starf sérfræðings í almenn störf innan...

03.júní 2025

Stefnir og HILI hefja samstarf um fyrsta íbúðasjóð Íslands í sameignarformi

Stefnir hf. hefur gert samstarfssamning við HILI með það að markmiði að opna aðgang að nýjum eignaflokki fyrir fjárfesta með því að fjárfesta í vönduðum...