Frétt
Stefnir með bestu eignastýringu á Íslandi
Stefnir hefur verið verðlaunaður af breska fagtímaritinu World Finance Magazine fyrir bestu eignastýringu á Íslandi á sviði skuldabréfa. Í umsögn um verðlaunin kemur fram að þau veiti innsýn inn í starfsemi fjárfestingarfyrirtækja, sem náð hafa miklum árangri í starfi sínu þrátt fyrir áskoranir í síbreytilegu rekstrarumhverfi.
World Finance er alþjóðlegt fagtímarit um fjármál og útnefndir tímaritið árlega fyrirtæki fyrir framúrskarandi árangur. Í nýjasta tölublaði fjármálatímaritsins má finna viðtal við Kristbjörgu M. Kristinsdóttur rekstrarstjóra Stefnis. Þar fer hún yfir hvernig Stefnir, sem leiðandi sjóðastýringarfyrirtæki á Íslandi, hefur tekist á við þær áskoranir í þeim efnahagslega óstöðugleika sem hefur verið síðastliðin ár með nýsköpun og innsæi.
Grein Kristbjargar í World Finance má finna í heild sinni hér.

Fleiri fréttir
20.nóvember 2025
Stefnir lýkur fjármögnun á fimmta framtakssjóði SÍA
Stefnir hf. hefur lokið fjármögnun á framtakssjóðnum SÍA V. Áskriftir í sjóðinn námu rúmum 15,2 ma.kr., en fjárfestar sjóðsins eru að mestu stofnanafjárfestar...
28.október 2025
Sjóðir Premíu: Ný nöfn, breytt fjárfestingarstefna og nýir flokkar þóknana
Stefnir hf. hefur á síðustu misserum ráðist í markvissar aðgerðir til að lækka gjöld hjá sjóðum félagsins.
11.september 2025
Hálfsársbréf frá framkvæmdastjóra Stefnis til eigenda í sjóðum
Meðfylgjandi er fyrsta hálfsárs-bréf framkvæmdastjóra Stefnis. Þar er farið yfir helstu atriði í rekstri Stefnis, stöðu á verðbréfamörkuðum og hugleiðingar um...