Frétt

13. september 2017

Stefnir með bestu eignastýringu á Íslandi

Stefnir með bestu eignastýringu á Íslandi

Stefnir hefur verið verðlaunaður af breska fagtímaritinu World Finance Magazine fyrir bestu eignastýringu á Íslandi á sviði skuldabréfa. Í umsögn um verðlaunin kemur fram að þau veiti innsýn inn í starfsemi fjárfestingarfyrirtækja, sem náð hafa miklum árangri í starfi sínu þrátt fyrir áskoranir í síbreytilegu rekstrarumhverfi.

World Finance er alþjóðlegt fagtímarit um fjármál og útnefndir tímaritið árlega fyrirtæki fyrir framúrskarandi árangur. Í nýjasta tölublaði fjármálatímaritsins má finna viðtal við Kristbjörgu M. Kristinsdóttur rekstrarstjóra Stefnis. Þar fer hún yfir hvernig Stefnir, sem leiðandi sjóðastýringarfyrirtæki á Íslandi, hefur tekist á við þær áskoranir í þeim efnahagslega óstöðugleika sem hefur verið síðastliðin ár með nýsköpun og innsæi.

Grein Kristbjargar í World Finance má finna í heild sinni hér.

 

Til baka

Fleiri fréttir

11.september 2025

Hálfsársbréf frá framkvæmdastjóra Stefnis til eigenda í sjóðum

Meðfylgjandi er fyrsta hálfsárs-bréf framkvæmdastjóra Stefnis. Þar er farið yfir helstu atriði í rekstri Stefnis, stöðu á verðbréfamörkuðum og hugleiðingar um...

20.júní 2025

Stefnir leitar að sérfræðingum í áhugaverð störf

Leitað er að einstaklingum með brennandi áhuga á sjóðastýringu og íslensku atvinnu- og efnahagslífi. Um er að ræða starf sérfræðings í almenn störf innan...

03.júní 2025

Stefnir og HILI hefja samstarf um fyrsta íbúðasjóð Íslands í sameignarformi

Stefnir hf. hefur gert samstarfssamning við HILI með það að markmiði að opna aðgang að nýjum eignaflokki fyrir fjárfesta með því að fjárfesta í vönduðum...