Frétt

14. febrúar 2018

Sjóðir Stefnis kaupa hlut í Arion banka

Sjóðir Stefnis kaupa hlut í Arion banka

Arion banki og Kaupþing hafa tilkynnt um sölu á 5,34% hlut í bankanum. Fjórir sjóðir í rekstri Stefnis eru meðal kaupenda. Um eftirtalda sjóði er að ræða:

  • Stefnir – ÍS-5
  • Stefnir – ÍS-15
  • Stefnir – Samval
  • Eignaval Hlutabréf

Arion banki er móðurfélag Stefnis sem mögulega getur leitt af sér hagsmunaárekstra. Stefnir hefur innleitt margvíslegar reglur og ráðstafanir sem m.a. er ætlað að taka á hagsmunaárekstrum og tryggja að starfsmenn félagsins líti með hlutlægum hætti á fjárfestingarkosti. Þar á meðal er stefna um hagsmunaárekstra sem birt er á heimasíðu félagsins.

Í samræmi við lög og reglur horfir Stefnir aðeins til hagsmuna hlutdeildarskírteinishafa sinna þegar tekin er ákvörðun um fjárfestingu. Eftir nákvæma skoðun á Arion banka sem fjárfestingarkosti og að höfðu samráði við innri eftirlitsaðila er það mat Stefnis að fjárfestingin þjóni hagsmunum sjóðanna. Samanlögð heildarstærð sjóðanna fjögurra er um 45 ma. kr. og að baki þeirri fjárhæð eru u.þ.b. 7.000 hlutdeildarskírteinishafar. Fjárfesting sjóðanna í Arion banka nemur 1.300 m. kr., eða 0,73% af útgefnu hlutafé.

Allar nánari upplýsingar veitir Flóki Halldórsson, framkvæmdastjóri Stefnis, floki.halldorsson@stefnir.is.


Til baka

Fleiri fréttir

28.október 2025

Sjóðir Premíu: Ný nöfn, breytt fjárfestingarstefna og nýir flokkar þóknana

Stefnir hf. hefur á síðustu misserum ráðist í markvissar aðgerðir til að lækka gjöld hjá sjóðum félagsins.

11.september 2025

Hálfsársbréf frá framkvæmdastjóra Stefnis til eigenda í sjóðum

Meðfylgjandi er fyrsta hálfsárs-bréf framkvæmdastjóra Stefnis. Þar er farið yfir helstu atriði í rekstri Stefnis, stöðu á verðbréfamörkuðum og hugleiðingar um...

20.júní 2025

Stefnir leitar að sérfræðingum í áhugaverð störf

Leitað er að einstaklingum með brennandi áhuga á sjóðastýringu og íslensku atvinnu- og efnahagslífi. Um er að ræða starf sérfræðings í almenn störf innan...