Frétt
Sjóðir Stefnis auka við hlut sinn í Stoðum hf.
Innlendir hlutabréfasjóðir Stefnis hafa keypt rúmlega 8% hlut í Stoðum af Arion banka.
Stefnir er dótturfélag Arion banka. Viðskipti milli tengdra aðila geta mögulega leitt af sér hagsmunaárekstra. Stefnir hefur innleitt reglur og gert ráðstafanir til að bregðast við hagsmunaárekstrum og tryggja að starfsmenn félagsins líti með hlutlægum hætti á fjárfestingarkosti. Þar á meðal er stefna um hagsmunaárekstra sem birt er á heimasíðu félagsins.
Í samræmi við lög og reglur horfir Stefnir aðeins til hagsmuna hlutdeildarskírteinishafa sinna þegar ákvörðun um fjárfestingu er tekin. Það er mat Stefnis að fjárfesting í Stoðum þjóni hagsmunum sjóðanna. Ekki verða gefnar út frekari almennar tilkynningar vegna kaupa eða sölu sjóða í rekstri Stefnis með hluti í Stoðum.
Allar nánari upplýsingar veitir Jökull H. Úlfsson, framkvæmdastjóri Stefnis, jokull.ulfsson@stefnir.is
Um Stoðir:
Stoðir er íslenskt fjárfestingarfélag. Helstu eignir Stoða eru eignarhlutir í Símanum, Tryggingamiðstöðinni og Arion banka. Eignir félagsins nema um 23 milljörðum króna.
Um Stefni:
Stefnir er sjóðastýringarfyrirtæki með um 334 milljarða króna í virkri stýringu. Hjá Stefni starfa 22 sérfræðingar í fjórum teymum við stýringu á fjölbreyttu úrvali verðbréfa-, fjárfestingar- og fagfjárfestasjóða. Einnig stýrir félagið eignum nokkurra samlagshlutafélaga sem stofnuð hafa verið um framtaksfjárfestingar. Hlutverk félagsins er að stýra fjármunum í eigu viðskiptavina með hagsmuni þeirra að leiðarljósi. Stefnir þjónar jafnt einstaklingum sem fagfjárfestum. Félagið var stofnað árið 1996.
Fleiri fréttir
28.október 2025
Sjóðir Premíu: Ný nöfn, breytt fjárfestingarstefna og nýir flokkar þóknana
Stefnir hf. hefur á síðustu misserum ráðist í markvissar aðgerðir til að lækka gjöld hjá sjóðum félagsins.
11.september 2025
Hálfsársbréf frá framkvæmdastjóra Stefnis til eigenda í sjóðum
Meðfylgjandi er fyrsta hálfsárs-bréf framkvæmdastjóra Stefnis. Þar er farið yfir helstu atriði í rekstri Stefnis, stöðu á verðbréfamörkuðum og hugleiðingar um...
20.júní 2025
Stefnir leitar að sérfræðingum í áhugaverð störf
Leitað er að einstaklingum með brennandi áhuga á sjóðastýringu og íslensku atvinnu- og efnahagslífi. Um er að ræða starf sérfræðings í almenn störf innan...